Fótbolti

26 mánuðir og 27 dagar síðan að Real Madrid var síðast fyrir ofan Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Toni Kroos og félagar fagna.
Toni Kroos og félagar fagna. vísir/getty

Real Madrid er með þrjú stig eftir fyrstu umferðina í spænsku úrvalsdeildinni en erkifjendur þeirra í Barcelona eru án stiga eftir tap hjá meisturunum í fyrstu umferðinni.

Á föstudag töpuðu Börsungar gegn Athletic Bilbao í opnunarleik úrvalsdeildarinnar en hinn 38 ára gamli Aritz Aduriz skoraði með stórkostlegri klippu.

Real Madrid vann svo 3-1 sigur á Celta Vigo á laugardaginn þar sem Gareth Bale lagði meðal annars upp eitt mark í sigri Zinedine Zidane og félaga.

Real er því fyrir ofan Börsunga í töflunni og það hefur ekki gerst síðan 24. maí 2017. Tvö ár, tveir mánuðir og 27 dagar síðan að það gerðist síðast en yfirburðir Börsunga á Spáni hafa verið miklir.

Síðan er spurning hvað gerist um næstu helgi. Real Madrid spilar við Real Valladolid á laugardaginn á meðan Barcelona spilar við Real Betis á sunnudagskvöldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.