Fótbolti

26 mánuðir og 27 dagar síðan að Real Madrid var síðast fyrir ofan Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Toni Kroos og félagar fagna.
Toni Kroos og félagar fagna. vísir/getty
Real Madrid er með þrjú stig eftir fyrstu umferðina í spænsku úrvalsdeildinni en erkifjendur þeirra í Barcelona eru án stiga eftir tap hjá meisturunum í fyrstu umferðinni.Á föstudag töpuðu Börsungar gegn Athletic Bilbao í opnunarleik úrvalsdeildarinnar en hinn 38 ára gamli Aritz Aduriz skoraði með stórkostlegri klippu.Real Madrid vann svo 3-1 sigur á Celta Vigo á laugardaginn þar sem Gareth Bale lagði meðal annars upp eitt mark í sigri Zinedine Zidane og félaga.Real er því fyrir ofan Börsunga í töflunni og það hefur ekki gerst síðan 24. maí 2017. Tvö ár, tveir mánuðir og 27 dagar síðan að það gerðist síðast en yfirburðir Börsunga á Spáni hafa verið miklir.Síðan er spurning hvað gerist um næstu helgi. Real Madrid spilar við Real Valladolid á laugardaginn á meðan Barcelona spilar við Real Betis á sunnudagskvöldið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.