Viðskipti innlent

Tekjur Íslendinga: Tekjur bankastjóra allt að 5,8 milljónir á mánuði

Andri Eysteinsson skrifar
Bankastjórar íslensku bankanna eru ofarlega á lista yfir tekjuháa starfsmenn fjármálafyrirtækja.
Bankastjórar íslensku bankanna eru ofarlega á lista yfir tekjuháa starfsmenn fjármálafyrirtækja.

Arnar Scheving Thorsteinsson fjármálastjóri er tekjuhæsti starfsmaður fjármálafyrirtækis árið 2018, samkvæmt útreikningum Tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Í blaðinu er Arnar sagður hafa 9,590 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári.

Næst á eftir honum kemur stjórnarformaður ILTA Investments, Sigurður Atli Jónsson með 8,605 milljónir á mánuði.

Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur 3725 einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Í þriðja sæti listans má finna Snorra Arnar Viðarsson, meðlim slitastjórnar Glints með 7,427 milljónir á mánaðargrundvelli. Hilmar Þór Kristinsson sem starfaði í skilanefnd Kaupþings er fjórði og er sagður með 6,185 milljónir.

Höskuldur H. Ólafsson fyrrverandi bankastjóri Arion banka skipar fimmta sæti listans yfir tekjuhæsti starfsmenn fjármálafyrirtækja með 5,831 milljón á mánuði. Höskuldur sagði starfi sínu lausu í apríl síðastliðnum eftir níu ára starf.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka er launahæsta konan innan fjármálafyrirtækja á Íslandi samkvæmt Tekjublaðinu. Birna er þar sögð vera með mánaðartekjur upp á 4,890 milljónir króna.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans er nokkru neðar á listanum með 3,403 milljónir á mánuði. Þá er bankastjóri Kviku, Ármann Þorvaldsson með 2,910 milljónir króna.

Framkvæmdastjóri Allianz, Eyjólfur Lárusson, er sjötti á listanum með 5,266 milljónir króna í tekjur á mánuði.

Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, sem tók tímabundið við starfi Bankastjóra er sagður vera með 3,794 milljónir króna.


Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.  
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.