Viðskipti innlent

Líklega ekki síðustu uppsagnirnar

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Uppsagnirnar eru aðallega meðal millistjórnenda, á skrifstofu og í póstmiðstöð
Uppsagnirnar eru aðallega meðal millistjórnenda, á skrifstofu og í póstmiðstöð Fréttablaðið/Ernir

Íslandspóstur tilkynnti í gær um uppsagnir 43 starfsmanna í hagræðingarskyni. Alls mun stöðugildum hjá fyrirtækinu fækka um 80 á árinu eða um 12 prósent. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir að uppsagnirnar séu sársaukafullar. Hann viðurkennir að það sé þungt hljóð í fólki en þessar aðgerðir hafi þó ekki komið á óvart.

Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust.

„Við erum nú að vinna að því að endurskipuleggja allt fyrirtækið frá grunni. Það er mjög líklegt að það komi til einhverra frekari uppsagna í kringum það,“ segir Birgir.

Með aðgerðunum sem nú er gripið til er gert ráð fyrir að hagræðing upp á 500 milljónir króna á ári náist. Birgir segir óvíst hvort það muni duga en trúir því að eftir meiru sé að slægjast varðandi hagræðingar.

Birgir tók við forstjórastarfinu síðastliðið vor, stuttu áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrirtækið kom út.

Birgir vonast til þess að ekki verði þörf á frekari fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. „En það er auðvitað mikið að gerast, við erum að missa einkaréttinn um áramótin þannig að það er margt að breytast. Svo að ef við þyrftum að sækja meiri peninga væri það allavega út af því að við værum búin að gera allt sem hægt var að gera.“


Tengdar fréttir

43 sagt upp hjá Íslandspósti

43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti.

Efast um að gjöld Póstsins á er­lendar sendingar standist EES-samninginn

Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
4,14
29
788.349
FESTI
2,49
19
795.994
SYN
2,03
5
84.336
MAREL
1,84
31
1.221.491
HEIMA
1,45
5
12.357

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,17
6
110.665
TM
-0,74
7
117.685
SJOVA
-0,71
5
55.817
ORIGO
-0,66
1
105
EIM
-0,6
6
41.667
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.