Viðskipti innlent

Allrahanda tapaði hálfum milljarði

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Allrahanda.
Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Allrahanda. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson

Ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL, sem rekur Gray Line og Airport Express, tapaði 517 milljónum á síðast ári. Fyrirtækið á í viðræðum við viðskiptabanka sinn um endurskipulagningu lána.

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. Tap Allrahanda jókst verulega á milli ára en það nam 195 milljónum árið 2017. Tekjur námu 3 milljörðum króna og drógust saman um 19 prósent. Rekstrargjöld námu hins vegar 3,4 milljörðum og drógust saman um tæp 14 prósent. Eignir félagsins námu 2,5 milljörðum króna í árslok 2018 og eigið féð 473 milljónum.

Stærsti hluthafi Allrahanda með 49 prósenta hlut er fjárfestingarfélagið Akur og eru helstu hluthafar þess lífeyrissjóðir. Stofn­end­urnir Þórir Garðars­son og Sig­ur­dór Sig­urðsson eiga hvor 25 prósenta hlut.

Í ársreikningi kemur fram að skammtímaskuldir hafi verið hærri en veltufjármunir í lok síðasta árs en um mitt árið fóru stjórnendur félagsins í endurskipulagningu á rekstrinum til að jafna rekstrarhallann. „Sú vinna heldur áfram 2019 og mun koma til með að skila hagstæðari afkomu,“ segir í reikningnum.

Þá kemur fram að á þessu ári hafi hluthafar félagsins komið með aukið fjármagn og að samningar við viðskiptabanka félagsins um endurskipulagningu lána séu í vinnslu. „Það er mat stjórnenda þegar litið er til þeirra þátta sem áunnist hafa á árinu 2019 að framtíðarhorfur félagsins eru jákvæðar.“

Allrahanda og Reykjavík Sight­seeing Invest tilkynntu í júlí að félögin hefðu sent Samkeppniseftirlitinu greinargerð um fyrirhugaða sameiningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.