Viðskipti innlent

Spá því að Ásgeir lækki stýrivexti um leið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgeir Jónsson stýrir Seðlabankanum næstu fimm árin.
Ásgeir Jónsson stýrir Seðlabankanum næstu fimm árin. Vísir/Vilhelm

Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka vexti um 0,25 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun þann 28. ágúst. Meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verða samkvæmt því 3,50%.

Um er að ræða fyrstu ákvörðun nefndarinnar eftir að Ásgeir Jónsson tók við sem Seðlabankastjóri eftir tíu ár Más Guðmundssonar í brúnni.

„Það er búið að vera sjö, átta ára uppsveifla og það er að hægja á hagkerfinu núna. Við erum að sjá fækkun ferðamanna. Það kallar á stýrivaxtalækkanir sem gætu hæglega haldið áfram. Við erum líka að sjá kjarasamninga sem ég tel að stuðli að stöðugleika í landinu og allt þetta undirbyggir frekari stýrivaxtalækkanir. En þetta veltur dálítið á því hvernig hagkerfið þróast. Ísland er svo lítið land og við erum svolítið eins og hálfgerður klúbbur þannig að hagkerfið er mjög fljótt að snúast,“ sagði Ásgeir í fréttum Stöðvar 2 í vikunni.

Tilkynnt verður um stýrivexti að morgni 28. ágúst.

Uppfært klukkan 14:30
Hagsjá Landsbankans er sammála Greiningu Íslandsbanka og spáir 0,25 prósentustiga lækkun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.