Viðskipti innlent

Stýrivaxtalækkanir "gætu hæglega haldið áfram“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra í dag.
Ásgeir Jónsson tók við embætti seðlabankastjóra í dag.

Ásgeir Jónsson, sem í dag tók við embætti seðlabankastjóra, segir að fækkun ferðmanna kalli á stýrivaxtalækkanir sem gætu hæglega haldið áfram.

Þá telur hann kjarasamninga stuðla að stöðugleika sem einnig undirbyggi frekari stýrivaxtalækkanir.

„Peningastefna á Íslandi fer eftir stöðu íslenska hagkerfisins, fyrst og fremst. Við höfum verið að sjá hagkerfið hægja fremur á sér. Sumarið hefur að vísu komið betur út en margir höfðu spáð en eins og staðan er núna þá er hagkerfið heldur að hægja á sér. Við höfum verið að sjá vexti lækka verulega og ekki bara stýrivexti sem fólk horfir mikið á heldur hafa langtímavextir verið að falla allverulega. Þannig að vaxtastig er búið að vera að lækka á Íslandi sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Ásgeir í Seðlabankanum í morgun þegar hann tók þar formlega við.

Aðspurður hvort áframhald verði á stýrivaxtalækkunum sagði Ásgeir ef aðstæður í hagkerfinu gæfu tilefni til þess. 

„Það er búið að vera sjö, átta ára uppsveifla og það er að hægja á hagkerfinu núna. Við erum að sjá fækkun ferðamanna. Það kallar á stýrivaxtalækkanir sem gætu hæglega haldið áfram. Við erum líka að sjá kjarasamninga sem ég tel að stuðli að stöðugleika í landinu og allt þetta undirbyggir frekari stýrivaxtalækkanir. En þetta veltur dálítið á því hvernig hagkerfið þróast. Ísland er svo lítið land og við erum svolítið eins og hálfgerður klúbbur þannig að hagkerfið er mjög fljótt að snúast,“ sagði Ásgeir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.