Viðskipti innlent

Fjarðaál fær nýjan forstjóra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tor Arne Berg hefur starfað hjá Alcoa í um 8 ár.
Tor Arne Berg hefur starfað hjá Alcoa í um 8 ár.

Tor Arne Berg mun taka við stöðu forstjóra Alcoa Fjarðaáls um mánaðamótin september-október. Magnús Þór Ásmundsson, sem áður gegndi stöðunni, sagði starfi sínu lausu í júlí.

Í tilkynningu þar sem greint er frá ráðningu Tor Arne er ferill hans rakinn. Þar segir meðal annars að frá árinu 2017 hafi hann starfað sem forstjóri Lista í Noregi og þar á undan hafi hann stýrt starfsemi steypuskála í Evrópu og Ástralíu.

Í því starfi hafi hann m.a. verið yfirmaður framkvæmdastjóra steypuskála hjá Fjarðaáli.

Tor Arne hefur starfað hjá Alcoa frá árinu 2011 og unnið fjölbreytt störf fyrir fyrirtækið. Meðal annars hefur hann verið framkvæmdastjóri steypuskála hjá Lista, svo og framkvæmdastjóri innkaupa þar.

Hann mun yfirgefa stöðu sína sem forstjóri Lista þegar hann gengur til liðs við Fjarðaál.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.