Viðskipti innlent

Sigrún Ragna tekur við keflinu af Hrund

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hrund Rudolfsdóttir og Sigrún Ragna Ólafsdóttir.
Hrund Rudolfsdóttir og Sigrún Ragna Ólafsdóttir. Stefnir

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, hefur gengið úr stjórn sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, þar sem hún hefur gegnt stöðu stjórnarformanns frá árinu 2009. Sigrún Ragna Ólafsdóttir var kosin í stjórnina í hennar stað og mun taka við stjórnarformennskunni.

Fram kemur í tilkynningu frá Stefni að Hrund hafi ákveðið „fyrir nokkru að gefa ekki kost á sér áfram sem stjórnarformaður Stefnis“ eftir 10 ár í starfi. Stefnir er sjóðstýringarfyrirtæki með um 320 milljarða króna í virkri stýringu þar sem stafa um 20 manns.

Haft er eftir Hrund að árin hafi verið viðburðarrík og að henni finnist tímabært að nýtt fólk komið að málum. „Ég tók við hlutverki stjórnarformanns örfáum mánuðum eftir hrun og var það bæði áskorun og mikil reynsla. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og stórfelldar breytingar hafa orðið í ytra umhverfi og innra skipulagi Stefnis,“ segir Hrund.

Eftirmaður hennar, Sigrún Ragna, var forstjóri VÍS á árunum 2011-2016. Þá var hún einnig forstjóri Mannvits til skamms tíma, eins og rakið var í fjölmiðlum. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka og þar áður hjá Deloitte, þar sem hún var meðeigandi.

Aukinheldur hefur Sigrún Ragna setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, í mörgum ólíkum geirum. Þar má nefna Vörð tryggingar, Reiknistofu bankanna, Auðkenni, Creditinfo Group og Creditinfo Lánstraust.

Sigrún Ragna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Sigrún Ragna útskrifaðist með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007.

Aðrir í stjórn Stefnis eru Kristján Jóhannsson, sem jafnframt er varaformaður stjórnar, Flóki Halldórsson, Ragnhildur Sophusdóttir og Þórður Sverrisson. Framkvæmdastjóri Stefnis er Jökull H. Úlfsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.