Þjóðaröryggi Davíð Stefánsson skrifar 26. ágúst 2019 09:00 Það urðu margir hissa þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti viðbrögðum danska forsætisráðherrans sem andstyggilegum þegar hún neitaði að ræða kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann aflýsti ósáttur opinberri heimsókn til Danmerkur. En eftir að frú Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló blíðlega á þráðinn vestur dugði það til að bræða forsetann. Nú segir hann hana yndislega konu. Trump verður vart reiknaður út og ótrúlegum tístum hans á bara eftir að fjölga í harðnandi kosningabaráttu. Upphlaup auka fylgi þar vestra. Fyrir Ísland er þetta áminning um mikilvægi frekari samvinnu við Norðurlöndin og Evrópuþjóðir. Þar eru og eiga að vera áherslur okkar í menningarlegu, félagslegu, efnahagslegu og viðskiptalegu tilliti. Vel heppnaður leiðtogafundur forsætisráðherra Norðurlanda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, undirstrikaði þetta vel. Fundurinn sýndi að Katrín Jakobsdóttir nýtur virðingar á alþjóðlegum vettvangi og hefur styrkt stöðu Íslands í samskiptum við ríki Evrópu. Leiðtogarnir, að rúmum meirihluta konur, bæði af vinstri og hægri væng stjórnmálanna lögðu áherslu á að standa vörð um gildi frjálslynds lýðræðis sem hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem lýðhyggjuhreyfingar berjast gegn opnum lýðræðissamfélögum. Ýmsir gagnrýndu þá ákvörðun Katrínar að hliðra ekki til í dagskrá sinni fyrir varaforseta Bandaríkjanna og velja þess í stað að ávarpa norrænar verkalýðshreyfingar. Hér verður ekki lagt mat á það. Mestu skiptir að varaforsetinn mun ná fundi forsætisráðherra. Koma varaforsetans er til marks um aukið mikilvægi Íslands í alþjóðamálum, ekki síst vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Endurreisn annars flota Bandaríkjanna í Norfolk talar sínu máli. Áhugi Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands er endurvakinn. Sama hvað okkur finnst um tíst Trumps eru Bandaríkin langöflugasta þjóð hins vestræna heims þar sem ríki hafa deilt gildum og heimssýn á trú á lýðræði, frjálst athafnalíf, mannréttindi og frelsi fjölmiðla. Íslendingar eru fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri alþjóðasamvinnu. Góð samskipti við Bandaríkin eru Íslandi því gríðarlega mikilvæg. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, segir varnarskuldbindingar Bandaríkjanna á grundvelli varnarsamningsins standa óhaggaðar. Öryggis- og varnarsamstarfið nær til mun fleiri þátta nú en áður, allt frá málefnum norðurslóða til netvarna og baráttu gegn hryðjuverkum. Uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsaðstöðu á Íslandi vegna aukinna samgangna á norðurslóðum ætti að ræða. Það er mikilvægt að forsætisráðherra, sem er formaður þjóðaröryggisráðs, nýti tækifærið til að koma áherslum Íslands á framfæri við varaforseta Bandaríkjanna. Fyrir liggur þjóðaröryggisstefna Íslands sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust árið 2016. Þar er kveðið á um varnarsamstarf við Bandaríkin og að þjóðaröryggi nái einnig til netöryggis, hryðjuverkavarna og síðast en ekki síst loftslagsmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það urðu margir hissa þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti viðbrögðum danska forsætisráðherrans sem andstyggilegum þegar hún neitaði að ræða kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Hann aflýsti ósáttur opinberri heimsókn til Danmerkur. En eftir að frú Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sló blíðlega á þráðinn vestur dugði það til að bræða forsetann. Nú segir hann hana yndislega konu. Trump verður vart reiknaður út og ótrúlegum tístum hans á bara eftir að fjölga í harðnandi kosningabaráttu. Upphlaup auka fylgi þar vestra. Fyrir Ísland er þetta áminning um mikilvægi frekari samvinnu við Norðurlöndin og Evrópuþjóðir. Þar eru og eiga að vera áherslur okkar í menningarlegu, félagslegu, efnahagslegu og viðskiptalegu tilliti. Vel heppnaður leiðtogafundur forsætisráðherra Norðurlanda með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, undirstrikaði þetta vel. Fundurinn sýndi að Katrín Jakobsdóttir nýtur virðingar á alþjóðlegum vettvangi og hefur styrkt stöðu Íslands í samskiptum við ríki Evrópu. Leiðtogarnir, að rúmum meirihluta konur, bæði af vinstri og hægri væng stjórnmálanna lögðu áherslu á að standa vörð um gildi frjálslynds lýðræðis sem hefur átt undir högg að sækja síðustu ár þar sem lýðhyggjuhreyfingar berjast gegn opnum lýðræðissamfélögum. Ýmsir gagnrýndu þá ákvörðun Katrínar að hliðra ekki til í dagskrá sinni fyrir varaforseta Bandaríkjanna og velja þess í stað að ávarpa norrænar verkalýðshreyfingar. Hér verður ekki lagt mat á það. Mestu skiptir að varaforsetinn mun ná fundi forsætisráðherra. Koma varaforsetans er til marks um aukið mikilvægi Íslands í alþjóðamálum, ekki síst vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Endurreisn annars flota Bandaríkjanna í Norfolk talar sínu máli. Áhugi Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands er endurvakinn. Sama hvað okkur finnst um tíst Trumps eru Bandaríkin langöflugasta þjóð hins vestræna heims þar sem ríki hafa deilt gildum og heimssýn á trú á lýðræði, frjálst athafnalíf, mannréttindi og frelsi fjölmiðla. Íslendingar eru fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri alþjóðasamvinnu. Góð samskipti við Bandaríkin eru Íslandi því gríðarlega mikilvæg. Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Jeffrey Ross Gunter, segir varnarskuldbindingar Bandaríkjanna á grundvelli varnarsamningsins standa óhaggaðar. Öryggis- og varnarsamstarfið nær til mun fleiri þátta nú en áður, allt frá málefnum norðurslóða til netvarna og baráttu gegn hryðjuverkum. Uppbyggingu alþjóðlegrar björgunar- og viðbragðsaðstöðu á Íslandi vegna aukinna samgangna á norðurslóðum ætti að ræða. Það er mikilvægt að forsætisráðherra, sem er formaður þjóðaröryggisráðs, nýti tækifærið til að koma áherslum Íslands á framfæri við varaforseta Bandaríkjanna. Fyrir liggur þjóðaröryggisstefna Íslands sem Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust árið 2016. Þar er kveðið á um varnarsamstarf við Bandaríkin og að þjóðaröryggi nái einnig til netöryggis, hryðjuverkavarna og síðast en ekki síst loftslagsmála.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun