Viðskipti innlent

Hrafnhildur til Skipulagsstofnunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrafnhildur er uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur og er fyrirtaks píanóleikari.
Hrafnhildur er uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur og er fyrirtaks píanóleikari.

Hrafnhildur Bragadóttir lögfræðingur hefur verið ráðin sviðsstjóri stefnumótunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun. Meðal verkefna hennar verða gerð og framfylgd landsskipulagsstefnu og strandsvæðisskipulags og umsjón með miðlun upplýsinga og fagþekkingar og rannsóknar- og þróunarstarfi á vegum Skipulagsstofnunar.  

Hrafnhildur lauk M.A. prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2008 og LL.M. námi í umhverfisrétti frá Duke University School of Law 2015. Hún starfaði sem lögfræðingur hjá Umhverfisráðgjöf Íslands - Environice frá 2013 og sem lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun á árunum 2009 til 2013. 

Þá hefur hún verið stundakennari í alþjóðlegum og íslenskum umhverfisrétti við lagadeild Háskóla Íslands og unnið að rannsóknum í loftslagsrétti og umhverfisrétti við Lagastofnun Háskóla Íslands og HarvardLawSchool. Hrafnhildur hefur þegar hafið störf að því er segir í tilkynningu frá Skipulagsstofnun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.