Viðskipti innlent

3,3 milljarða hagnaður hjá Orku­veitunni á fyrri helmingi ársins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Árshlutareikningur samstæðu OR var staðfestur af stjórn fyrirtækisins í dag. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, fyrirtækin Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur.
Árshlutareikningur samstæðu OR var staðfestur af stjórn fyrirtækisins í dag. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, fyrirtækin Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur. vísir/vilhelm
3,3 milljarða hagnaður var á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur á fyrri helmingi þessa árs. Þá voru fjárfestingar fimmtungi meiri en á sama tímabili í fyrri fjárfestingarnar námu 7,7 milljörðum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá OR.

Þar segir að árshlutareikningur samstæðu OR hafi verið staðfestur af stjórn fyrirtækisins í dag. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfélagsins, fyrirtækin Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur.

Að því er fram kemur í tilkynningu OR hefur mikil uppbygging húsnæðis á helsta þjónustusvæði fyrirtækisins og endurnýjun burðaræða hitaveitu og vatnsveitu ráðið miklu um hversu umfangsmiklar fjárfestingar voru á fyrri hluta árs.

Gangi spár eftir, mun heldur draga úr þörf fyrir að tengja nýtt húsnæði veitukerfunum og mörg stærstu endurnýjunarverkefnin eru langt komin. Því er útlit fyrir að það dragi úr fjárfestingum á næstu árum.

Fjárfestingar í rekstrarfjármunum innan samstæðu OR námu 7,7 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins en voru 6,5 milljarðar á sama tímabili 2018.

Viðhalds- og nýfjárfestingar í grænum orkukerfum á borð við virkjanir og hitaveitu eru á meðal umhverfisverkefna sem OR fjármagnar að hluta með útgáfu grænna skuldabréfa.

Sú útgáfa hófst á fyrri hluta ársins og í þeim þremur útboðum sem fram hafa farið hefur eftirspurn verið talsvert umfram framboð og góð kjör fengist. Jafnframt er kaupendahópur bréfanna fjölbreyttari en í fyrri skuldabréfaútgáfu OR,“ segir í tilkynningunni en á vef OR má kynna sér nánar lykiltölur í rekstri fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×