Hefði Nóbelsverðlaunaskáldið kallað þá skemenn? Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Það hefur verið með ólíkindum, hvernig bullið og ruglið um ESB-orkupakkana hefur flætt yfir bakkana, án efnisraka, góðra útskýringa eða skiljanlegs málflutnings. Það hefur verið talinn góður siður að hugsa og kynna sér málin fyrst og tjá sig svo á eftir. Hér, hins vegar, láta menn í stórum stíl – líka virðingarverðir menn og að margra mati góðir og klárir, líka merkir ritstjórar og fyrrverandi ráðherrar, svo að ekki sé nú talað um þá, sem hvort tveggja eru – móðan mása og spara ekki stóru orðin annaðhvort af þekkingarskorti eða í stórfelldum blekkingaleik. Þessi mannskapur heldur því fram, að Íslendingar búi yfir gífurlegri raforku, langt umfram aðra menn og þjóðir, og að vondir útlendingar og ESB-grýlur ásælist þennan mikla orkuauð okkar. Hver er sannleikurinn í málinu? Hér að neðan verður reynt, að koma kjarna hans að – þó að þetta verði kannske bara eins og dropi í ólgandi ósanninda- og blekkingahafið. „Orkan okkar“ – þar sem nokkrir þeirra eru samankomnir, sem Laxness hefði kannske kallað skemenn – segir m.a. þetta í heilsíðuauglýsingu í Mogga nýlega. „VIÐ ERUM MESTA RAFORKUÞJÓÐ HEIMS.“ Þetta myndi auðvitað gera íslenzka raforku merkilega, og væri jafnvel hægt að tala um sérstök auðæfi, ef þetta væri nú bara satt og rétt. Og hver er sannleikurinn? ESB framleiðir (2017) 2.895.917.693 gígavattstundir af raforku. Og hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gígavattstundir. Íslenzk raforkuframleiðsla er sem sé aðeins 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Íslenzk raforka er þannig rétt upp í nös á ketti í evrópsku heildarsamhengi; það ásælist hana enginn og það hefur enginn minnsta áhuga á henni. Liggur ekki líka fyrir, að okkur kynni sjálf að skorta orku, til eigin nota, innan þriggja ára? Næstu meiriháttar rafstrengir verða lagðir yfir Miðjarðarhaf, frá Afríku til Evrópu, byggt á óendanlegri sólarorku þeirrar álfu, verði Evrópa þá ekki orðin sjálfri sér næg með sólar-, vind- og sjávarfallaorku. Og hvað meinti svo rithöfundurinn mikli með „skemaður“? Blekkingameistari, loddari, hræsnari, en reyndar líka seiðkarl. Simmi seiðkarl? Hljómar ekki illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það hefur verið með ólíkindum, hvernig bullið og ruglið um ESB-orkupakkana hefur flætt yfir bakkana, án efnisraka, góðra útskýringa eða skiljanlegs málflutnings. Það hefur verið talinn góður siður að hugsa og kynna sér málin fyrst og tjá sig svo á eftir. Hér, hins vegar, láta menn í stórum stíl – líka virðingarverðir menn og að margra mati góðir og klárir, líka merkir ritstjórar og fyrrverandi ráðherrar, svo að ekki sé nú talað um þá, sem hvort tveggja eru – móðan mása og spara ekki stóru orðin annaðhvort af þekkingarskorti eða í stórfelldum blekkingaleik. Þessi mannskapur heldur því fram, að Íslendingar búi yfir gífurlegri raforku, langt umfram aðra menn og þjóðir, og að vondir útlendingar og ESB-grýlur ásælist þennan mikla orkuauð okkar. Hver er sannleikurinn í málinu? Hér að neðan verður reynt, að koma kjarna hans að – þó að þetta verði kannske bara eins og dropi í ólgandi ósanninda- og blekkingahafið. „Orkan okkar“ – þar sem nokkrir þeirra eru samankomnir, sem Laxness hefði kannske kallað skemenn – segir m.a. þetta í heilsíðuauglýsingu í Mogga nýlega. „VIÐ ERUM MESTA RAFORKUÞJÓÐ HEIMS.“ Þetta myndi auðvitað gera íslenzka raforku merkilega, og væri jafnvel hægt að tala um sérstök auðæfi, ef þetta væri nú bara satt og rétt. Og hver er sannleikurinn? ESB framleiðir (2017) 2.895.917.693 gígavattstundir af raforku. Og hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gígavattstundir. Íslenzk raforkuframleiðsla er sem sé aðeins 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Íslenzk raforka er þannig rétt upp í nös á ketti í evrópsku heildarsamhengi; það ásælist hana enginn og það hefur enginn minnsta áhuga á henni. Liggur ekki líka fyrir, að okkur kynni sjálf að skorta orku, til eigin nota, innan þriggja ára? Næstu meiriháttar rafstrengir verða lagðir yfir Miðjarðarhaf, frá Afríku til Evrópu, byggt á óendanlegri sólarorku þeirrar álfu, verði Evrópa þá ekki orðin sjálfri sér næg með sólar-, vind- og sjávarfallaorku. Og hvað meinti svo rithöfundurinn mikli með „skemaður“? Blekkingameistari, loddari, hræsnari, en reyndar líka seiðkarl. Simmi seiðkarl? Hljómar ekki illa.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun