Viðskipti innlent

Ásgeir hættir sem forstjóri HS Orku

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgeir Margeirsson er fráfarandi forstjóri HS Orku og stjórnarformaður Vesturverks, sem áformar Hvalárvirkjun.
Ásgeir Margeirsson er fráfarandi forstjóri HS Orku og stjórnarformaður Vesturverks, sem áformar Hvalárvirkjun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.

Ásgeir Margeirsson hættir sem forstjóri HS Orku. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi í dag. Í tilkynningu segir að stjórnin hafi komist að þessu samkomulagi við Ásgeir. hann muni þó gegna starfinu þangað til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. 

„Ég mun kveðja samstarfsfólk mitt með stolti. Að baki eru 6 ánægjuleg ár þar sem ég hef leitt þetta félag í gegnum verulegar áskoranir og mikið vaxtaskeið. Nýr forstjóri mun taka við góðu búi, framundan eru mikilvæg og umfangsmikil verkefni svo sem að ljúka framkvæmdum og gangsetja Brúarvirkjun, framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar um 30 MW og endurnýjun og stækkun í orkuveri félagsins í Svartsengi. Um leið og ég þakka samstarfsmönnum frábært samstarf óska ég félaginu allrar velgengni í framtíðinni," segir Ásgeir í tilkynningunni.

Ásgeir Margeirsson hefur setið í stjórn HS Orku og Hitaveitu Suðurnesja frá 2007 og verið stjórnarformaður HS Orku frá 2010. Hann tók við sem forstjóri í janúar 2014. 

„Ásgeir hefur um langa hríð verið lykilmaður í íslenska orkuiðnaðinum og leitt fyrirtækið farsællega í gegnum mikið breytingaskeið. Eftir stendur myndarlegt fyrirtæki og góður árangur þess hefur endurspeglast í ríkum áhuga á félaginu jafnt frá lánveitendum og fjárfestum. Stjórn HS Orku þakkar Ásgeiri sérstaklega fyrir störf hans í þágu félagsins," segir Bjarni Þórður Bjarnason, stjórnarformaður HS Orku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.