Lykill að hamingju Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 08:30 Sumarið líður senn undir lok. Haustið gengur í garð sem óskrifað blað og angan af nýydduðum blýöntum. Ný árstíð, nýtt upphaf, fögur fyrirheit; tékklisti yfir skref í átt að hamingju og heilbrigði. En hvar skal byrja? Ekki vandamál. Samtíminn er með hamingjuna á heilanum, velferð sálar og líkama. Svörin láta ekki á sér standa. Lifa og njóta. Maður verður að lifa og njóta. Því ef maður er ekki að njóta er maður ekki að lifa. Og við lifum jú bara einu sinni. Hverjum degi skal lifað eins og hann sé sá síðasti. Þú þarft að gera hluti. Ganga á fjöll, lesa bók, hlaupa maraþon og skrá þig á námskeið. Ferðast. Helst til Balí. Eða Víetnam. Þú þarft að gera þér glaðan dag og gera það gott. Gera, gera, gera. Gera betur í dag en í gær. En okkur þarf líka að leiðast. Það er gott fyrir hugann að gera ekki neitt. Iðjuleysi er uppspretta hugmyndanna. Það er aðeins í tóminu sem eitthvað verður til. Maður verður að vera frjór. Og fyndinn. Segja brandara á Facebook. Hvað gerði Sigmundur Davíð í dag? Upp með símann. Nei, niður með símann. Það er ekki hollt að sitja lengi. Og ekki flott að vera sófakartafla. Gott er að ganga. Ganga rösklega. Ná hjartslættinum upp. Upp, upp, upp. Upp í 150 slög á mínútu. Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Upp, upp mitt hjarta og – Nei, stopp, stopp, stopp. Það þarf að staldra við og þefa af rósunum. Fara sér hægt og dvelja í andartakinu. Andartakið er allt. Hitt er aðeins eftirsókn eftir vindi. Anda inn, anda út. Hvað á að hafa í kvöldmatinn? Nei! Ekki klúðra núvitundinni. Verð að fara á námskeið í hugleiðslu. Bæti því á tékklistann á meðan ég lifi í núinu. Því ekki má gleyma framtíðinni. Það þarf að gera plön. Setja sér markmið. Þú nærð ekki til tunglsins nema þú setjir markið á stjörnurnar. Það er uppbókað til Víetnam. Ætli Richard Branson sé farinn að bjóða upp á ferðir út í geim? Úps, andartakið; ekki gleyma að vera, vera hér og nú og að njóta þess smáa. Leika við börnin. Byggja úr Legó. En ég þoli ekki Legó. Það gengur ekki. Þú verður að njóta. Það eru forréttindi að eiga börn. Og Legó. Það er ekki nóg að kubba heldur verður þér að finnast það gaman. Gaman, gaman, njóta, njóta. Og ekki gleyma sjálfri þér. Maður verður að rækta garðinn sinn. Hamingjusöm móðir, hamingjusöm börn. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í ræktina, saumaklúbbinn, hugleiðslunámskeiðið, bókaklúbbinn, klippingu og litun, hitta vinkonurnar á „happy hour“, brosa, taka sjálfu, setja hana á Facebook: „Sjáið, ég er að lifa og njóta“. Gera, gera, gera. Því að gera er að vera – vera til. Ég er það sem ég geri. En ég er líka það sem ég borða. Verður að vera heimalagað. Hver vill vera gangandi jurtafita, hert, í bland við E-334. Skræla, saxa, brytja, blanda, baka, borða – en ekki of mikið. En líka leyfa sér – en ekki of mikið. Vera góð við sjálfa sig – en ekki of mikið. Allt er gott í hófi – Er hóf gott í hófi? Lifa og upplifa, gera og leiðast, berast með straumnum, stefna til stjarnanna, lifa í núinu, setja sér markmið, kokteill á hamingjustund, leika með Legó, saxa lauk, hamingjutár, anda, súrefni er frumefni lífsins. Og annað sem þarf að gera: Sofa. Við verðum að sofa. Mikið. Rannsóknir sýna það. Sálin hleðst í svefni. Og þar höfum við lykilinn að hamingjunni: Gera allt, gera ekki neitt. Fara sér hratt, fara sér hægt. Standa kyrr, stefna til tunglsins. Standa í stað, alla leið til stjarnanna. Sinna sér, sinna öðrum. Vera hér og vera þar, alls staðar og hvergi, vakin og sofin, gera og lifa og njóta. Sagt er að lífið sé það sem hendir okkur á meðan við erum upptekin við að gera aðrar áætlanir. Getur verið að hamingjuna sé að finna í glufunum milli þeirra stunda sem við erum upptekin við að leita hennar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Sumarið líður senn undir lok. Haustið gengur í garð sem óskrifað blað og angan af nýydduðum blýöntum. Ný árstíð, nýtt upphaf, fögur fyrirheit; tékklisti yfir skref í átt að hamingju og heilbrigði. En hvar skal byrja? Ekki vandamál. Samtíminn er með hamingjuna á heilanum, velferð sálar og líkama. Svörin láta ekki á sér standa. Lifa og njóta. Maður verður að lifa og njóta. Því ef maður er ekki að njóta er maður ekki að lifa. Og við lifum jú bara einu sinni. Hverjum degi skal lifað eins og hann sé sá síðasti. Þú þarft að gera hluti. Ganga á fjöll, lesa bók, hlaupa maraþon og skrá þig á námskeið. Ferðast. Helst til Balí. Eða Víetnam. Þú þarft að gera þér glaðan dag og gera það gott. Gera, gera, gera. Gera betur í dag en í gær. En okkur þarf líka að leiðast. Það er gott fyrir hugann að gera ekki neitt. Iðjuleysi er uppspretta hugmyndanna. Það er aðeins í tóminu sem eitthvað verður til. Maður verður að vera frjór. Og fyndinn. Segja brandara á Facebook. Hvað gerði Sigmundur Davíð í dag? Upp með símann. Nei, niður með símann. Það er ekki hollt að sitja lengi. Og ekki flott að vera sófakartafla. Gott er að ganga. Ganga rösklega. Ná hjartslættinum upp. Upp, upp, upp. Upp í 150 slög á mínútu. Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Upp, upp mitt hjarta og – Nei, stopp, stopp, stopp. Það þarf að staldra við og þefa af rósunum. Fara sér hægt og dvelja í andartakinu. Andartakið er allt. Hitt er aðeins eftirsókn eftir vindi. Anda inn, anda út. Hvað á að hafa í kvöldmatinn? Nei! Ekki klúðra núvitundinni. Verð að fara á námskeið í hugleiðslu. Bæti því á tékklistann á meðan ég lifi í núinu. Því ekki má gleyma framtíðinni. Það þarf að gera plön. Setja sér markmið. Þú nærð ekki til tunglsins nema þú setjir markið á stjörnurnar. Það er uppbókað til Víetnam. Ætli Richard Branson sé farinn að bjóða upp á ferðir út í geim? Úps, andartakið; ekki gleyma að vera, vera hér og nú og að njóta þess smáa. Leika við börnin. Byggja úr Legó. En ég þoli ekki Legó. Það gengur ekki. Þú verður að njóta. Það eru forréttindi að eiga börn. Og Legó. Það er ekki nóg að kubba heldur verður þér að finnast það gaman. Gaman, gaman, njóta, njóta. Og ekki gleyma sjálfri þér. Maður verður að rækta garðinn sinn. Hamingjusöm móðir, hamingjusöm börn. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í ræktina, saumaklúbbinn, hugleiðslunámskeiðið, bókaklúbbinn, klippingu og litun, hitta vinkonurnar á „happy hour“, brosa, taka sjálfu, setja hana á Facebook: „Sjáið, ég er að lifa og njóta“. Gera, gera, gera. Því að gera er að vera – vera til. Ég er það sem ég geri. En ég er líka það sem ég borða. Verður að vera heimalagað. Hver vill vera gangandi jurtafita, hert, í bland við E-334. Skræla, saxa, brytja, blanda, baka, borða – en ekki of mikið. En líka leyfa sér – en ekki of mikið. Vera góð við sjálfa sig – en ekki of mikið. Allt er gott í hófi – Er hóf gott í hófi? Lifa og upplifa, gera og leiðast, berast með straumnum, stefna til stjarnanna, lifa í núinu, setja sér markmið, kokteill á hamingjustund, leika með Legó, saxa lauk, hamingjutár, anda, súrefni er frumefni lífsins. Og annað sem þarf að gera: Sofa. Við verðum að sofa. Mikið. Rannsóknir sýna það. Sálin hleðst í svefni. Og þar höfum við lykilinn að hamingjunni: Gera allt, gera ekki neitt. Fara sér hratt, fara sér hægt. Standa kyrr, stefna til tunglsins. Standa í stað, alla leið til stjarnanna. Sinna sér, sinna öðrum. Vera hér og vera þar, alls staðar og hvergi, vakin og sofin, gera og lifa og njóta. Sagt er að lífið sé það sem hendir okkur á meðan við erum upptekin við að gera aðrar áætlanir. Getur verið að hamingjuna sé að finna í glufunum milli þeirra stunda sem við erum upptekin við að leita hennar?
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun