Vökvabúskapur okkar Teitur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Líkami okkar er samsettur að meirihluta úr vatni eða að meðaltali í kringum 55-65% af heildarþyngd, ákveðinn munur er milli kynja þar sem karlar eru með almennt lítillega hærra hlutfall en konur. Eftir því sem við eldumst dregur úr magni vatns, börn hafa svo hærra hlutfall eða allt að 75-80% af líkamsþunga þeirra. Samsetning líkamans breytist svo enn frekar með auknu hlutfalli fitumagns og annarra þátta. Við þurfum að drekka vökva reglulega til að viðhalda eðlilegri starfsemi og jafnvægi í söltum og öðrum snefilefnum. Þetta jafnvægi er tiltölulega viðkvæmt og því er stjórnað fyrst og fremst af nýrunum sem stýra útskilnaði og viðhalda vökvajafnvægi hjá okkur. Vökvaskortur getur verið alvarlegt vandamál og skapað ýmis einkenni svo sem eins og munnþurrk, þreytu, slen og orkuleysi og allt að því að fá krampa og svo ef hann verður nægjanlega alvarlegur getur hann jafnvel leitt til dauða. Við getum tapað vökva á mismunandi vegu, til dæmis með því að taka til okkar minna en kerfið þarfnast, með auknu tapi í gegnum hitaálag og svita sem og við sjúkdóma til dæmis þar sem uppköst og niðurgangur eru hluti af vandanum. Ýmsir sjúkdómar geta svo ruglað kerfið og haft áhrif og þá hafa lyf ýmsa virkni til þvagræsingar sem og auka- og milliverkanir. Áfengi eykur útskilnað og leiðir í raun til vökvataps. Sjúkdómar sem hafa einnig veruleg áhrif á vökvabúskap okkar eru hjarta- og nýrnabilun þar sem útskilnaður er minnkaður og vökvi safnast fyrir í líkama okkar með þeim afleiðingum að kerfið ef svo má kalla þynnist út að vissu marki og getur of mikil vökvasöfnun skapað bjúg og vandamál í lungum svo það getur þurft að ræsa þann vökva út sérstaklega með þvagræsilyfjum eða í tilfelli bilunar nýrna í blóð- eða kviðskilun til að losna við eiturefni sem safnast fyrir og skapa margvíslegan vanda til viðbótar. Þannig er auðvelt að átta sig á því að líkaminn er fullkomlega stilltur til þess að viðhalda þessu jafnvægi öllu saman ef ekkert bjátar á, hann lætur okkur vita ef það vantar vökva í kerfið með því að framkalla þorsta og þá drekkum við. Hann sendir okkur reglulega á klósettið til að losa okkur við úrgangsefni og vökva sem nýrun hafa unnið úr blóðinu og vilja skila út. Öllu jöfnu tökum við ekki meiri vökva til okkar en við þurfum né of lítið heldur. En hvað er þá eðlileg inntaka vatns á dag fyrir hraustan einstakling? Það má segja að við tökum töluvert magn inn með fæðu enda uppistaðan í til dæmis ávöxtum og grænmeti vatn, í kjöti og fiski einnig og þeim vökva sem við drekkum hvort heldur sem hann er í formi kaffineyslu, kolsýrðra drykkja, djúsa eða annars. Almenn regla er að karlmenn eiga að taka til sín á bilinu 3,5-4 lítra af vatni á dag og konur 2,5-3 lítra en það er heildarinntakan með fæðu og drykkjum yfir daginn. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið og breytist með til dæmis aukinni hreyfingu og öðrum umhverfisþáttum. Góð regla er fyrir einstaklinga sem borða sínar reglulegu máltíðir og millibita að drekka að meðaltali 6-8 glös af vökva yfir daginn. Besti svaladrykkurinn er vatn og líkaminn lætur þig vita, ágætt er að venja sig á að hlusta á hann og ekki spillir fyrir á Íslandi að hafa jafn gott aðgengi að hreinu vatni úr krananum og raun ber vitni. Mundu að vatn er besti svaladrykkurinn og við erum með ríkari þjóðum hvað það snertir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Líkami okkar er samsettur að meirihluta úr vatni eða að meðaltali í kringum 55-65% af heildarþyngd, ákveðinn munur er milli kynja þar sem karlar eru með almennt lítillega hærra hlutfall en konur. Eftir því sem við eldumst dregur úr magni vatns, börn hafa svo hærra hlutfall eða allt að 75-80% af líkamsþunga þeirra. Samsetning líkamans breytist svo enn frekar með auknu hlutfalli fitumagns og annarra þátta. Við þurfum að drekka vökva reglulega til að viðhalda eðlilegri starfsemi og jafnvægi í söltum og öðrum snefilefnum. Þetta jafnvægi er tiltölulega viðkvæmt og því er stjórnað fyrst og fremst af nýrunum sem stýra útskilnaði og viðhalda vökvajafnvægi hjá okkur. Vökvaskortur getur verið alvarlegt vandamál og skapað ýmis einkenni svo sem eins og munnþurrk, þreytu, slen og orkuleysi og allt að því að fá krampa og svo ef hann verður nægjanlega alvarlegur getur hann jafnvel leitt til dauða. Við getum tapað vökva á mismunandi vegu, til dæmis með því að taka til okkar minna en kerfið þarfnast, með auknu tapi í gegnum hitaálag og svita sem og við sjúkdóma til dæmis þar sem uppköst og niðurgangur eru hluti af vandanum. Ýmsir sjúkdómar geta svo ruglað kerfið og haft áhrif og þá hafa lyf ýmsa virkni til þvagræsingar sem og auka- og milliverkanir. Áfengi eykur útskilnað og leiðir í raun til vökvataps. Sjúkdómar sem hafa einnig veruleg áhrif á vökvabúskap okkar eru hjarta- og nýrnabilun þar sem útskilnaður er minnkaður og vökvi safnast fyrir í líkama okkar með þeim afleiðingum að kerfið ef svo má kalla þynnist út að vissu marki og getur of mikil vökvasöfnun skapað bjúg og vandamál í lungum svo það getur þurft að ræsa þann vökva út sérstaklega með þvagræsilyfjum eða í tilfelli bilunar nýrna í blóð- eða kviðskilun til að losna við eiturefni sem safnast fyrir og skapa margvíslegan vanda til viðbótar. Þannig er auðvelt að átta sig á því að líkaminn er fullkomlega stilltur til þess að viðhalda þessu jafnvægi öllu saman ef ekkert bjátar á, hann lætur okkur vita ef það vantar vökva í kerfið með því að framkalla þorsta og þá drekkum við. Hann sendir okkur reglulega á klósettið til að losa okkur við úrgangsefni og vökva sem nýrun hafa unnið úr blóðinu og vilja skila út. Öllu jöfnu tökum við ekki meiri vökva til okkar en við þurfum né of lítið heldur. En hvað er þá eðlileg inntaka vatns á dag fyrir hraustan einstakling? Það má segja að við tökum töluvert magn inn með fæðu enda uppistaðan í til dæmis ávöxtum og grænmeti vatn, í kjöti og fiski einnig og þeim vökva sem við drekkum hvort heldur sem hann er í formi kaffineyslu, kolsýrðra drykkja, djúsa eða annars. Almenn regla er að karlmenn eiga að taka til sín á bilinu 3,5-4 lítra af vatni á dag og konur 2,5-3 lítra en það er heildarinntakan með fæðu og drykkjum yfir daginn. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið og breytist með til dæmis aukinni hreyfingu og öðrum umhverfisþáttum. Góð regla er fyrir einstaklinga sem borða sínar reglulegu máltíðir og millibita að drekka að meðaltali 6-8 glös af vökva yfir daginn. Besti svaladrykkurinn er vatn og líkaminn lætur þig vita, ágætt er að venja sig á að hlusta á hann og ekki spillir fyrir á Íslandi að hafa jafn gott aðgengi að hreinu vatni úr krananum og raun ber vitni. Mundu að vatn er besti svaladrykkurinn og við erum með ríkari þjóðum hvað það snertir.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar