Enski boltinn

27 ár frá fyrsta leiknum og markinu í ensku úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mark Hughes, í miðjunni, skoraði mark Manchester United í leiknum.
Mark Hughes, í miðjunni, skoraði mark Manchester United í leiknum. vísir/getty

Í dag eru 27 ár frá því að enska úrvalsdeildin hóf göngu sína en hún hefur síðan þá verið í þeirri mynd sem hún er í dag.

Þá voru þó 22 lið í deildinni en fyrsti leikurinn fór fram milli á Sheffield United og Manchester United. Fyrsta mark deildarinnar skoraði Brian Dean með skalla er hann kom Sheffield United yfir.

Fyrsta markið kom strax á 5. mínútu en Deane var aftur á ferðinni á 50. mínútu er hann tvöfaldaði forystu Sheffield United.

Mark Hughes, fyrrum stjóri Stoke og fleiri liða, minnkaði muninn á 61. mínútu eftir langa spyrnu Peter Schmeichel. Lokatölur urðu 2-1 sigur Sheffield United.

United hefur síðan þá unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og er sigursælasta liðið í ensku úrvalsdeildinni, í þeirri mynd sem hún er í dag.

Það er gaman að segja frá því að 27 árum síðar er Sheffield United komið á nýjan leik í ensku úrvalsdeildina en þeir tryggðu sér upp úr ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.

Þeir gerðu jafntefli við Bournemouth á útivelli í fyrstu umferðinni og mæta Crystal Palace á heimavelli um helgina.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.