Körfubolti

Snæ­fell styrkir sig með fyrrum ung­linga­lands­liðsmið­herja frá Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emese Vida skrifar undir samninginn.
Emese Vida skrifar undir samninginn. Mynd/Fésbókarsíða Snæfells

Snæfell hefur samið við miðherjann Emese Vida um að spila með liðinu í Domino´s deild kvenna í körfubolta næsta vetur.

Snæfell segir frá samningnum á fésbókarsíðu sinni í dag. Áður hafði Snæfell samið við hina bandarísku Chandler Smith sem kemur úr Gonzaga háskólanum. Snæfell er því að skipta um erlenda leikmenn frá því á síðustu leiktíð.

Emese Vida er með bæði serbneskt og ungverskt ríkisfang en hún spilaði á sínum tíma með unglingalandsliði Serbíu. Vida er 26 ára gömul og 188 sentímetrar á hæð en hún ætti því að styrkja liðið undir körfunni.

Emese Vida spilaði með ZKK Bor í serbensku deildinni undanfarin tvö tímabil. Hún var með 14,6 stig, 13,8 fráköst og 2,0 stoðsendingar að meðaltali 2017-18 en skoraði 17,0 stig, tók 11,4 fráköst og gaf 2,7 stoðsendingar á síðustu leiktíð.

Umboðsmaður hennar er Mirko Virijevic sem þekkir vel til íslenska körfuboltans enda leikmaður hér í mörg ár og leikmaður sem fékk á sínum tíma íslenskt ríkisfang.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.