Viðskipti innlent

MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Icelandair heldur áfram að fljúga til Portland í vor.
Icelandair heldur áfram að fljúga til Portland í vor. Vísir/vilhelm

Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. Félagið hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við áframhaldandi kyrrsetningu og aðra þróun á markaði. Þá verður ekki flogið til bandarísku borgarinnar Portland í vetur.

Heildarsætaframboð félagsins í nóvember og desember verður aukið um tæplega 3% miðað við sama tímabil 2018 . Sætaframboð til Evrópu verður aukið töluvert, t.d. til Kaupmannahafnar, Dublin, Brussel og Berlínar.

Heildarsætaframboð til Norður-Ameríku dregst hins vegar saman milli ára, sem skýrist aðallega af fækkun áfangastaða frá fyrra ári. Þá verður ekki flogið til Portland í vetur en flug þangað hefst aftur næsta vor, að því er segir í tilkynningu.

Leigusamningur einnar af þeim fimm flugvélum sem félagið bætti við flota sinn í sumar vegna kyrrsetningar MAX-vélanna hefur verið framlengdur út október næstkomandi. Hinir leigusamningarnir verða ekki framlengdir.

„Eins og fram kom í uppgjöri annars ársfjórðungs hjá félaginu, voru þegar áætluð fjárhagsleg áhrif MAX kyrrsetningarinnar metin á um 140 milljónir USD miðað við að kyrrsetningin stæði út októbermánuð en áætluð viðbótaráhrif vegna þessara breytinga liggja ekki fyrir að svo stöddu. Félagið er þegar í viðræðum við Boeing um að fá allt fjárhagslegt tjón sem hlotist hefur af kyrrsetningu vélanna bætt,“ segir í tilkynningu Icelandair.


Tengdar fréttir

Hefðu tapað 1,1 milljón flugsæta

Icelandair hefði getað tapað hátt í 1,1 milljón flugsæta vegna kyrrsetningar MAX-vélanna ef félagið hefði ekki gripið til mót­vægisaðgerða samkvæmt greiningu leiðandi greiningarfyrirtækis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.