Viðskipti innlent

Icelandair flutti metfjölda farþega til landsins í júlí

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ein af Boeing 737 MAX 8-þotum Icelandair, en kyrrsetning vélanna hefur sett strik í reikning félagsins frá því í mars.
Ein af Boeing 737 MAX 8-þotum Icelandair, en kyrrsetning vélanna hefur sett strik í reikning félagsins frá því í mars. Vísir/vilhelm

Farþegafjöldi Icelandair í júlí var tæplega 564 þúsund og jókst um 9% milli ára. Framboð var aukið um 8% og var sætanýting 82,9% samanborið við 85,3% í júlí í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair.

Í tilkynningu segir að leiðakerfisbreytingar sem gerðar voru vegna kyrrsetningar MAX véla félagsins skömmu fyrir ferðatímann hafi haft talsverð neikvæð áhrif á sætanýtingu í júlí.

Þá fjölgaði farþegum til Íslands um 32% eða um ríflega 60 þúsund. „[…] og hefur félagið aldrei flutt jafnmarga farþega til landsins í júlímánuði eins og í ár, eða samtals tæplega 251 þúsund,“ segir í tilkynningu.

Farþegum fjölgaði einnig á heimamarkaði frá Íslandi, eða um 23%, sem nam rúmlega 11 þúsund farþegum. Í tilkynningu er þessi aukning farþega til og frá Íslandi m.a. rakin til „áherslu félagsins á að lágmarka áhrif kyrrsetningar Boeing 737 MAX-véla félagsins og breytinga í samkeppnisumhverfinu með því að tryggja flugframboð á þessum mörkuðum.“

Farþegar Air Iceland Connect voru um 28 þúsund í júlí og fækkaði um 10%, sem er í takt við samdrátt í framleiðslu á milli ára. Sætanýting nam 72,1% og dróst örlítið saman á milli ára.

Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 5% milli ára og fraktflutningar jukust um 6%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 3% og var herbergjanýting 89,6% samanborið við 84,1% í júlí 2018.


Tengdar fréttir

Fimm milljarða tap Icelandair

Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.