Fótbolti

Ósáttur Valverde segir að Griezmann þurfi að gera meira

Anton Ingi Leifsson skrifar
Griezmann svekktur eftir leikinn í gær.
Griezmann svekktur eftir leikinn í gær. vísir/getty
Barcelona tapaði opnunarleiknum í spænsku úrvalsdeildinni í gær er liðið tapaði 1-0 fyrir Athletic Bilbao á útivelli. Markið skoraði hinn 39 ára gamli Aritz Aduriz og það var af dýrari gerðinni.Antoine Griezmann lék sinn fyrsta opinbera leik fyrir Barcelona eftir komu sína frá Atletico Madrid í sumar og hann lét ekki mikið af sér kveða.Í fjarveru Lionel Messi var enn meiri pressa á Griezmann að galdra eitthvað fram en lítið kom út úr honum. Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, kallar eftir meiru frá honum.„Ef hann er nálægt vítateignum þá getur hann klárað færið og hann hreyfir sig vel en þú þarft að hafa yfirburði í leiknum áður en það gerist,“ sagði Valverde.

„Að setja hann á vinstri kantinn þá vitum við að hann leitar inn og í átt að markinu en við höfum einnig vinstri bakvörð og fleiri sem geta tekið leikinn yfir.“„Við búumst við meiru af okkar leikmönnum og hann þarf að gera meira,“ sagði Valverde sem virkaði pirraður eftir tapið í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.