Handbolti

Strákarnir töpuðu síðustu þremur leikjunum á HM og enduðu í 8. sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Goði Ingvar Sveinsson skoraði tvö mörk gegn Spáni.
Goði Ingvar Sveinsson skoraði tvö mörk gegn Spáni. mynd/ihf

Ísland tapaði fyrir Spáni, 26-30, í leiknum um 7. sætið á HM U-19 ára í handbolta karla í Norður-Makedóníu.

Íslendingar töpuðu síðustu þremur leikjum sínum á HM og enduðu í 8. sæti á mótinu.

Haukur Þrastarson og Tumi Steinn Rúnarsson léku ekki með íslenska liðinu í dag.

Ísland var 8-12 undir í hálfleik. Spánverjar komust mest átta mörkum yfir, 21-29, í seinni hálfleik en Íslendingar löguðu stöðuna með því að skora fimm af síðustu sex mörkum leiksins.

Dagur Gautason og Arnór Snær Óskarsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Ísland í dag. Einar Örn Sindrason og Eiríkur Guðni Þórarinsson skoruðu báðir fjögur mörk. Svavar Sigmundsson varði níu skot í markinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.