Fótbolti

Stelpurnar í Corinthians fótboltaliðinu settu heimsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Corinthians fagna.
Leikmenn Corinthians fagna. Mynd/Fésbókarsíða SC Corinthians Paulista

Kvennalið Corinthians varð í gær fyrsta atvinnumannalið kvenna í fótbolta til að eignast metið yfir flesta sigurleiki í röð í efstu deild.

Corinthians fagnaði þá sínum 27. sigri í röð með því að vinna 4-0 sgur á Ferroviaria.

Þetta er heimsmetsjöfnun en velska félagið The New Saints vann á sínum tíma 27 leiki í röð. The New Saints hafði bætt 44 ára gamalt heimsmet Ajax í desember 2016.

Corinthians getur bætt metið með sigri á Sao Jose á heimavelli á miðvikudaginn kemur.

Corinthians liðið hefur skorað 95 mörk í þessum 27 leikjum og aðeins fengið á sig átta. Sigurgangan hófst 26. mars síðastliðinn.

Í sex leikjum hefur Corinthians skorað fimm mörk eða fleiri en stærsti sigurinn er 9-0 sigur á Sao Francisco í síðasta mánuði.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.