Mýtur um veitt og sleppt á laxi Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2019 10:00 Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna með að sleppa öllum veiddum laxi í sumar þar sem göngur eru með allra minnsta móti. Veitt og sleppt hefur ekkert annað en jákvæð áhrif á vatnasvæðin en það eru margar mýtur í gangi um að sleppa laxi sem sumar eru svo miklar rangfærslur að þeim verður bara að svara. Vefmiðilinn BB.is setti inn þessa grein fyrir stuttu sem er svo full af rangfærslum að okkur rennur blóðið til skyldunnar til að svara þessu. 1. Veitt og sleppt drepur lax. Nei, það gerir það ekki. Ef svo væri væru veiðimenn og leiðsögumenn í laxveiðiánum varir við dauða fiska um alla á en svo er ekki. Undirritaður hefur verið við leiðsögn og staðarhald í Langá á Mýrum síðan 2015 og fundið tvo dauða laxa á þeim tíma. Það er allt og sumt. Ef þú heldur að við sjáum ekki dauða laxa í ánum eða heldur að þeir fljóti hratt til hafs er það rangt. Þeir sökkva og sjást mjög vel í hyljunum ef þetta gerist sbr. þessa tvo sem ég hef fundið. 2. Veitt og sleppt fer illa með laxinn og er ekki dæmi um velferð dýra. Sko, þetta er sport, laxinn tekur, það er tekist á við hann og honum er sleppt. Hann lifir af, hrygnir og heldur við stofninum í ánni. Ef greinarhöfundum er annt um velferð laxfiska má benda á meðferð eldislaxa sem eru aldir og slátrað, en hvernig það samræmist dýravelferð er mér ráðgáta. 3. Lax sem hefur verið veitt og sleppt verður tökufælinn. Dæmi eru um laxa sem hafa verið veiddir 3-4 sinnum yfir sumarið (já það er lítið mál að þekkja þá), svo þetta er ekki rétt fullyrðing. 4. Þessi setning úr ofannefndri grein: "Að þeirra sögn er þetta ekki góð ráðgjöf þar sem veiða og sleppa aðferðin hafi slæm áhrif á laxinn og samrýmist varla reglum um dýravelferð. Þá sýni rannsóknir að laxinn læri að forðast öngulinn og að sá lærdómur flytist yfir á aðra laxa." Í hvaða rannsóknir er verið að vísa og hvaða tilgangi þjónar svona fullyrðing? Hér hefði verið rétt að ræða við leiðsögumenn með áratuga reynslu sem geta hrakið þessa fullyrðingu með reynslu við árnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna með að sleppa öllum veiddum laxi í sumar þar sem göngur eru með allra minnsta móti. Veitt og sleppt hefur ekkert annað en jákvæð áhrif á vatnasvæðin en það eru margar mýtur í gangi um að sleppa laxi sem sumar eru svo miklar rangfærslur að þeim verður bara að svara. Vefmiðilinn BB.is setti inn þessa grein fyrir stuttu sem er svo full af rangfærslum að okkur rennur blóðið til skyldunnar til að svara þessu. 1. Veitt og sleppt drepur lax. Nei, það gerir það ekki. Ef svo væri væru veiðimenn og leiðsögumenn í laxveiðiánum varir við dauða fiska um alla á en svo er ekki. Undirritaður hefur verið við leiðsögn og staðarhald í Langá á Mýrum síðan 2015 og fundið tvo dauða laxa á þeim tíma. Það er allt og sumt. Ef þú heldur að við sjáum ekki dauða laxa í ánum eða heldur að þeir fljóti hratt til hafs er það rangt. Þeir sökkva og sjást mjög vel í hyljunum ef þetta gerist sbr. þessa tvo sem ég hef fundið. 2. Veitt og sleppt fer illa með laxinn og er ekki dæmi um velferð dýra. Sko, þetta er sport, laxinn tekur, það er tekist á við hann og honum er sleppt. Hann lifir af, hrygnir og heldur við stofninum í ánni. Ef greinarhöfundum er annt um velferð laxfiska má benda á meðferð eldislaxa sem eru aldir og slátrað, en hvernig það samræmist dýravelferð er mér ráðgáta. 3. Lax sem hefur verið veitt og sleppt verður tökufælinn. Dæmi eru um laxa sem hafa verið veiddir 3-4 sinnum yfir sumarið (já það er lítið mál að þekkja þá), svo þetta er ekki rétt fullyrðing. 4. Þessi setning úr ofannefndri grein: "Að þeirra sögn er þetta ekki góð ráðgjöf þar sem veiða og sleppa aðferðin hafi slæm áhrif á laxinn og samrýmist varla reglum um dýravelferð. Þá sýni rannsóknir að laxinn læri að forðast öngulinn og að sá lærdómur flytist yfir á aðra laxa." Í hvaða rannsóknir er verið að vísa og hvaða tilgangi þjónar svona fullyrðing? Hér hefði verið rétt að ræða við leiðsögumenn með áratuga reynslu sem geta hrakið þessa fullyrðingu með reynslu við árnar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar