Golf

„Tapaði“ meira en 86 milljónum króna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gekk ekkert upp hjá J. B. Holmes á lokadeginum.
Það gekk ekkert upp hjá J. B. Holmes á lokadeginum. AP/Matt Dunham

J. B. Holmes var búinn að koma mörgum á óvart með frammistöðu sinni á Opna breska meistaramótinu í golfi en átti skelfilegan lokadag á Royal Portrush í gær.Bandaríski kylfingurinn J. B. Holmes hrundi niður töfluna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi og tapaði í leiðinni gríðarlegum fjármunum.J. B. Holmes var einn í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á fimmtudaginn og deildi síðan efsta sætinu með Shane Lowry eftir föstudaginn.

Þá skildu leiðir. Shane Lowry spilaði stórkostlega á þriðja deginum en Holmes gaf aðeins eftir og var í þriðja sæti fyrir lokadaginn.J. B. Holmes var þá búinn að spila fyrstu 52 holurnar á 203 höggum eða tíu höggum undir pari. Hann spilaði hringina á 66, 68 og 69.Hefði J. B. Holmes haldið þriðja sætinu á lokahringnum þá hefði hann unnið sér inn 718 þúsund dollara í verðlaunafé.Það gekk hins vegar ekkert upp hjá honum á síðustu átján holum mótsins sem Holmes lék á 87 höggum eða sextán höggum yfir pari.Holmes endaði í 67. sæti, 22 höggum á eftir sigurvegaranum Shane Lowry sem hafði verið jafn honum eftir 36 holur. Lowry endaði mótið á 16 höggum undir pari en Holmes kláraði á sex höggum yfir pari.Í stað þess að fá 718 þúsund dollara þá fékk Holmes „bara“ 25.650 dollara í verðlaunafé. Hann „tapaði“ því í raun rúmlega 86 milljónum íslenskra króna á þessum skelfilega lokadegi sínum og það eru miklir peningar á örfáum klukkutímum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.