Rafmagnsskortur og orkustefna Guðmundur Ingi Ásmundsson skrifar 11. júlí 2019 07:00 Öruggt framboð af rafmagni er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög og við verðum sífellt háðari því. Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem við hjá Landsneti gáfum út kemur fram að líkur á rafmagnsskorti á Íslandi á næstu árum eru að aukast talsvert. Í skýrslunni bendum við á þá staðreynd að raforkunotkun hefur aukist hraðar en uppbygging virkjana sem leiðir til þess að líkur á skorti fara vaxandi. Í samræmi við hlutverk okkar, erum við ekki að taka afstöðu til einstakra notenda heldur erum við að vekja athygli á stöðunni svo hægt sé að bregðast við í tíma og koma í veg fyrir mögulegar skerðingar sem yrðu án aðgerða. Raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Á undanförnum árum hefur notkunin þó verið umfram spár stofnunarinnar þar sem spáin tekur ekki tillit til aukningar hjá stærri notendum. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Í umræðunni hefur verið áberandi sú staðreynd að óljóst er hver ber ábyrgð á því að nægjanlegt afl sé í landinu. Við höfum bent á að stærri notendur hafi burði til að semja um sína hagsmuni og minni fyrirtæki og almenningur muni standa eftir. Það þarf líka að hafa í huga að ákvarðanir í orkumálum og uppbyggingu orkumannvirkja hafa áhrif til langs tíma. Ákvörðun í dag í þessum efnum er iðulega viðbragð við stöðu sem kann að koma upp eftir einhver ár. Á vegum stjórnvalda er nefnd að störfum sem vinnur að stefnumörkun í orkumálum. Eitt mikilvægasta verkefni hennar er að marka stefnuna um nýtingu á okkar verðmætu hreinu orku og styrkja forsendur orkuspár. Niðurstaða nefndarinnar verður leiðarljós starfsfólks fyrirtækjanna sem hafa það hlutverk að útfæra og innleiða stefnu nefndarinnar í sem mestri sátt við samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Öruggt framboð af rafmagni er nauðsynlegt fyrir nútímasamfélög og við verðum sífellt háðari því. Í nýrri skýrslu um afl- og orkujöfnuð fyrir árin 2019-2023 sem við hjá Landsneti gáfum út kemur fram að líkur á rafmagnsskorti á Íslandi á næstu árum eru að aukast talsvert. Í skýrslunni bendum við á þá staðreynd að raforkunotkun hefur aukist hraðar en uppbygging virkjana sem leiðir til þess að líkur á skorti fara vaxandi. Í samræmi við hlutverk okkar, erum við ekki að taka afstöðu til einstakra notenda heldur erum við að vekja athygli á stöðunni svo hægt sé að bregðast við í tíma og koma í veg fyrir mögulegar skerðingar sem yrðu án aðgerða. Raforkuspá er í höndum Orkustofnunar sem gefur út nýja orkuspá árlega. Á undanförnum árum hefur notkunin þó verið umfram spár stofnunarinnar þar sem spáin tekur ekki tillit til aukningar hjá stærri notendum. Eftirspurn eftir raforku fer vaxandi með aukinni fólksfjölgun, orkuskiptum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Í umræðunni hefur verið áberandi sú staðreynd að óljóst er hver ber ábyrgð á því að nægjanlegt afl sé í landinu. Við höfum bent á að stærri notendur hafi burði til að semja um sína hagsmuni og minni fyrirtæki og almenningur muni standa eftir. Það þarf líka að hafa í huga að ákvarðanir í orkumálum og uppbyggingu orkumannvirkja hafa áhrif til langs tíma. Ákvörðun í dag í þessum efnum er iðulega viðbragð við stöðu sem kann að koma upp eftir einhver ár. Á vegum stjórnvalda er nefnd að störfum sem vinnur að stefnumörkun í orkumálum. Eitt mikilvægasta verkefni hennar er að marka stefnuna um nýtingu á okkar verðmætu hreinu orku og styrkja forsendur orkuspár. Niðurstaða nefndarinnar verður leiðarljós starfsfólks fyrirtækjanna sem hafa það hlutverk að útfæra og innleiða stefnu nefndarinnar í sem mestri sátt við samfélagið.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar