Golf

Guðmundur með þriggja högga forsytu fyrir lokahringinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur lék á fimm höggum undir pari í dag.
Guðmundur lék á fimm höggum undir pari í dag. mynd/gsimyndir.net

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn á Svea Leasing Open-mótinu í golfi. Mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni.

Guðmundur lék á fimm höggum undir pari í dag og er samtals á ellefu höggum undir pari. Svíinn Charlie Jerner er annar á átta höggum undir pari.

Guðmundur hefur unnið tvö mót á Nordic Golf-mótaröðinni í ár og sigur á einu móti í viðbót tryggir honum keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, sem er sú næststerkasta á eftir Evrópumótaröðinni.

Guðmundur keppti á móti á Evrópumótaröðinni í Slóvakíu í síðustu viku og endaði í 51. sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.