Viðskipti innlent

Tölvutek gjaldþrota

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks.
Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks. Fréttablaðið/Anton Brink
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á beiðni stjórnar Tölvuteks ehf, sem rak samnefnda verslun við Hallarmúla í Reykjavík og á Akureyri, að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Í beiðni Tölvuteks kom fram að félagið væri ógjaldfært og í framhaldi af því hefði beiðnin verið lögð fyrir héraðsdóm.

Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að fullyrðing um ógjaldfærni félagsins sé studd með framlögðum gögnum. Samkvæmt þeim virðist ekki líklegt að fjárhagsstaðan batni eða greiðsluörðugleikar félagsins muni líða hjá innan skamms tíma.

Í ljósi þess féllst héraðsdómur á beiðnina. Bjarki Þór Sveinsson hefur verið skipaður skiptastjóri. Um fjörutíu manns misstu vinnuna við gjaldþrot Tölvuteks sem hafði starfað í þrettán ár.


Tengdar fréttir

Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki

Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri í samtali við Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×