Sálin seld fyrir góð staffapartí Steinunn Ólína skrifar 12. júlí 2019 07:00 Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? Skilja mennskuna eftir á bílastæðinu og setjast við og afgreiða mál hælisleitanda eins og engin mannleg taug sé eftir í því? Hvers konar manneskjur eru það sem láta bjóða sér að framkvæma eftir fáránlegum skrifræðisreglum, þvert á þá eðlislægu hvöt manneskjunnar að vilja öðrum vel og vilja vernda aðra frá því að þjást. Hvað gerir það fyrir mannsandann? Ég hef heyrt starfsmenn ÚTL væla yfir því að þeir séu bara að vinna vinnuna sína. Ef hægt er að biðja fólk um að starfa eftir fáránlega ómanneskjulegum lögum, hvað er ÞÁ hægt að fá fólk til að gera? Myndi það berja aðra manneskju ef starfslýsingin innbæri slíkt? Hvar eru mörkin? Það er öllum lífsnauðsynlegt að eiga í sig og á og til þess þarf fólk að afla tekna, en andskotakornið, að fyrir skitin mánaðarlaun – láta hafa sig í það að ljúga framan í almenning í fréttum að það sé boðlegt að senda fólk í flóttamannabúðir til Grikklands þar sem aðbúnaður er hræðilegur, hvernig er það bara hægt? Hvernig er hægt að láta vinnuveitanda svipta sig mannkærleikanum og sjálfsvirðingunni og myndi starfslið ÚTL vilja að þeirra mál væru afgreidd með sama hætti? Þessu er auðsvarað. Nei. Starfsfólk ÚTL á ekki að láta bjóða sér að starfa eftir því vinnulagi sem krafist er af því. 100 milljónir fær ÚTL til að ráða fleira starfsfólk á árinu. Hversu margir eru tilbúnir að afla tekna við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sérkennilegt þetta fólk sem vinnur hjá Útlendingastofnun. Hvernig er hægt að vakna á morgnana, bursta tennurnar, kyssa börnin, fara í vinnuna og gerast sálarlaus djöfull? Skilja mennskuna eftir á bílastæðinu og setjast við og afgreiða mál hælisleitanda eins og engin mannleg taug sé eftir í því? Hvers konar manneskjur eru það sem láta bjóða sér að framkvæma eftir fáránlegum skrifræðisreglum, þvert á þá eðlislægu hvöt manneskjunnar að vilja öðrum vel og vilja vernda aðra frá því að þjást. Hvað gerir það fyrir mannsandann? Ég hef heyrt starfsmenn ÚTL væla yfir því að þeir séu bara að vinna vinnuna sína. Ef hægt er að biðja fólk um að starfa eftir fáránlega ómanneskjulegum lögum, hvað er ÞÁ hægt að fá fólk til að gera? Myndi það berja aðra manneskju ef starfslýsingin innbæri slíkt? Hvar eru mörkin? Það er öllum lífsnauðsynlegt að eiga í sig og á og til þess þarf fólk að afla tekna, en andskotakornið, að fyrir skitin mánaðarlaun – láta hafa sig í það að ljúga framan í almenning í fréttum að það sé boðlegt að senda fólk í flóttamannabúðir til Grikklands þar sem aðbúnaður er hræðilegur, hvernig er það bara hægt? Hvernig er hægt að láta vinnuveitanda svipta sig mannkærleikanum og sjálfsvirðingunni og myndi starfslið ÚTL vilja að þeirra mál væru afgreidd með sama hætti? Þessu er auðsvarað. Nei. Starfsfólk ÚTL á ekki að láta bjóða sér að starfa eftir því vinnulagi sem krafist er af því. 100 milljónir fær ÚTL til að ráða fleira starfsfólk á árinu. Hversu margir eru tilbúnir að afla tekna við að senda saklaust fólk út í opinn dauðann?
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar