Vaðlaheiðargöng og gjaldtakan Karl Ingimarsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Frá því að Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur umferðin um Vaðlaheiði aukist um 7,6% m.v. 2018 sem er heldur meira en reiknað var með. 80% allrar umferðar hafa farið um Vaðlaheiðargöng. Fjöldi þeirra sem nýtir göngin er hlutfallslega mestur yfir veturinn eins og sést á meðfylgjandi grafi en í júní fóru allt að 2.700 bílar um göngin á sólarhring. Í upphafi voru tveir verðflokkar og miðað við eigin þyngd ökutækja. Léttur flokkur var fyrir bíla að 3,5 tonnum og þungur flokkur fyrir bíla yfir 3,5 tonnum. Eftir ábendingu frá Samgöngustofu þess efnis að ekki mætti miða við eigin þyngd og að hámarksafsláttur ökutækja yfir 3,5 tonnum væri 13% var verðflokkum fjölgað og búinn til milliflokkur fyrir bíla frá 3,5 tonnum til 7,5 tonna. Í þann flokk falla stórir jeppar, húsbílar, litlar rútur og fleiri ökutæki. Frá upphafi hefur verið frítt fyrir mótorhjól og aftanívagna um Vaðlaheiðargöng. Raftákn verkfræðistofa og Stefna hugbúnaðarhús ásamt stjórnendum Vaðlaheiðarganga hönnuðu gjaldtökukerfið Veggjald.is fyrir Vaðlaheiðargöng. Nokkur erlend kerfi voru skoðuð en að lokum ákveðið að hanna nýtt kerfi þar sem sjálfvirkni var höfð að leiðarljósi. Ekki þarf að stoppa við göngin til að greiða heldur er hægt að ganga frá greiðslu á netinu hvar sem er og hvenær sem er áður en ekið er í gegn. Samskipti við ökutækjaskrá, kortafyrirtæki og banka eru sjálfvirk. Einnig er mögulegt að tengja kerfið við önnur kerfi t.d. hjá bílaleigum. Öll sala og umsjón fer fram á netinu í gegnum heimasíðu og snjallsímaforrit. Veggjald.is er kerfi sem hægt er að nota við innheimtu gjalda fyrir margs konar þjónustu þar sem umráðamaður bíls er greiðandi þjónustunnar. T.d. fyrir afnot af vegum, brúm, göngum, bílastæðum, tjaldstæðum, hleðslustöðvum, þvottaplönum eða hverju sem er þar sem hægt er að lesa bílnúmer. Einnig hentar kerfið vel til að greina umferð. Þannig má t.d. sjá hve margir bílaleigubílar eða þungir bílar fara um göngin og hve hratt er ekið. Þegar viðskiptavinur skráir sig á Veggjald.is, sér að kostnaðarlausu, gefur hann upp netfang og kortanúmer. Í hvert sinn sem hann nýtir þjónustu þar sem hans bílnúmer er lesið er greiðsla tekin af uppgefnu korti og tölvupóstur sendur á uppgefið netfang varðandi þjónustuna sem var keypt. Hægt er að velja við skráningu á Veggjald.is hvort aðgangurinn á að renna út eftir ákveðinn tíma og þá hvenær. Þetta hentar sérstaklega þeim sem eru á bílaleigubílum. Þeir setja þá inn við stofnun aðgangs lokadagsetningu þannig að samningurinn rennur út sama dag og þeir skila bílnum. Ef eitthvað breytist getur samningshafi breytt samningstímanum eins og honum hentar. Vaðlaheiðargöng hafa gert samninga við flestar bílaleigur sem einfaldar innheimtu gjalda af erlendum ferðamönnum. Einnig hefur verið gerður samningur við skrifstofu í London sem sér um að innheimta gjöld af umráðamönnum bíla á erlendum númerum sem ekki greiða í göngin. Sama skrifstofa sér um þessi mál fyrir t.d. Norðmenn og Færeyinga. Sjálfvirkni í innheimtu gjalda og einföld heimasíða þar sem viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir heldur rekstrarkostnaði niðri og stuðlar þannig að því að göngin verði greidd upp hraðar en ella. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Frá því að Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur umferðin um Vaðlaheiði aukist um 7,6% m.v. 2018 sem er heldur meira en reiknað var með. 80% allrar umferðar hafa farið um Vaðlaheiðargöng. Fjöldi þeirra sem nýtir göngin er hlutfallslega mestur yfir veturinn eins og sést á meðfylgjandi grafi en í júní fóru allt að 2.700 bílar um göngin á sólarhring. Í upphafi voru tveir verðflokkar og miðað við eigin þyngd ökutækja. Léttur flokkur var fyrir bíla að 3,5 tonnum og þungur flokkur fyrir bíla yfir 3,5 tonnum. Eftir ábendingu frá Samgöngustofu þess efnis að ekki mætti miða við eigin þyngd og að hámarksafsláttur ökutækja yfir 3,5 tonnum væri 13% var verðflokkum fjölgað og búinn til milliflokkur fyrir bíla frá 3,5 tonnum til 7,5 tonna. Í þann flokk falla stórir jeppar, húsbílar, litlar rútur og fleiri ökutæki. Frá upphafi hefur verið frítt fyrir mótorhjól og aftanívagna um Vaðlaheiðargöng. Raftákn verkfræðistofa og Stefna hugbúnaðarhús ásamt stjórnendum Vaðlaheiðarganga hönnuðu gjaldtökukerfið Veggjald.is fyrir Vaðlaheiðargöng. Nokkur erlend kerfi voru skoðuð en að lokum ákveðið að hanna nýtt kerfi þar sem sjálfvirkni var höfð að leiðarljósi. Ekki þarf að stoppa við göngin til að greiða heldur er hægt að ganga frá greiðslu á netinu hvar sem er og hvenær sem er áður en ekið er í gegn. Samskipti við ökutækjaskrá, kortafyrirtæki og banka eru sjálfvirk. Einnig er mögulegt að tengja kerfið við önnur kerfi t.d. hjá bílaleigum. Öll sala og umsjón fer fram á netinu í gegnum heimasíðu og snjallsímaforrit. Veggjald.is er kerfi sem hægt er að nota við innheimtu gjalda fyrir margs konar þjónustu þar sem umráðamaður bíls er greiðandi þjónustunnar. T.d. fyrir afnot af vegum, brúm, göngum, bílastæðum, tjaldstæðum, hleðslustöðvum, þvottaplönum eða hverju sem er þar sem hægt er að lesa bílnúmer. Einnig hentar kerfið vel til að greina umferð. Þannig má t.d. sjá hve margir bílaleigubílar eða þungir bílar fara um göngin og hve hratt er ekið. Þegar viðskiptavinur skráir sig á Veggjald.is, sér að kostnaðarlausu, gefur hann upp netfang og kortanúmer. Í hvert sinn sem hann nýtir þjónustu þar sem hans bílnúmer er lesið er greiðsla tekin af uppgefnu korti og tölvupóstur sendur á uppgefið netfang varðandi þjónustuna sem var keypt. Hægt er að velja við skráningu á Veggjald.is hvort aðgangurinn á að renna út eftir ákveðinn tíma og þá hvenær. Þetta hentar sérstaklega þeim sem eru á bílaleigubílum. Þeir setja þá inn við stofnun aðgangs lokadagsetningu þannig að samningurinn rennur út sama dag og þeir skila bílnum. Ef eitthvað breytist getur samningshafi breytt samningstímanum eins og honum hentar. Vaðlaheiðargöng hafa gert samninga við flestar bílaleigur sem einfaldar innheimtu gjalda af erlendum ferðamönnum. Einnig hefur verið gerður samningur við skrifstofu í London sem sér um að innheimta gjöld af umráðamönnum bíla á erlendum númerum sem ekki greiða í göngin. Sama skrifstofa sér um þessi mál fyrir t.d. Norðmenn og Færeyinga. Sjálfvirkni í innheimtu gjalda og einföld heimasíða þar sem viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir heldur rekstrarkostnaði niðri og stuðlar þannig að því að göngin verði greidd upp hraðar en ella.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun