Lífið

Butler leikur Elvis í nýrri mynd um líf kóngsins

Andri Eysteinsson skrifar
Butler við frumsýningu myndarinnar The Dead Don't Die í júní
Butler við frumsýningu myndarinnar The Dead Don't Die í júní Getty/Theo Wargo

Bandaríski leikarinn Austin Butler greindi frá því í gær að hann hafi orðið manna hlutskarpastur í baráttunni um hlutverk kóngsins, Elvis Presley, í væntanlegri kvikmynd byggðri á ævi söngvarans. Telegraph greinir frá.

Myndinni verður leikstýrt af ástralska leikstjóranum Baz Luhrmann sem gert hefur garðinn frægan með leikstjórn á myndum eins og Moulin Rouge! og The Great Gatsby. Talið er að auk Butler hafi leikarar á borð við Ansel Elgort, Harry Styles og Miles Teller verið nálægt því að hreppa hnossið.

Í myndinni mun Butler leika á móti óskarsverðlaunahafanum Tom Hanks sem mun fara með hlutverk umboðsmanns Elvis, Colonel Tom Parker. Vinna við myndina hefst í byrjun næsta árs en hún verður tekin upp í Ástralíu.

Leikstjórinn Baz Luhrmann sagðist hæstánægður með að Butler og sagði að í ferlinu hafi hann leitað að leikara sem gæti túlkað hreyfingar og raddbeitingu kóngsins á sama tíma og hann myndi sýna mjúka andlega hlið kóngsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.