Nýr framkvæmdastjóri útgáfufélags Fréttablaðsins sér áskoranir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs. Fréttablaðið/Valli „Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Jóhanna tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur. Í gær var einnig kynnt að Gústaf Bjarnason yrði auglýsingastjóri félagsins og Kristín Björg Árnadóttir fjármálastjóri. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Torgs að jafnframt hafi Ingibjörg Stefanía tekið við sem stjórnarformaður félagsins og að með henni í stórn sitji Helgi Magnússon fjárfestir. Nýlega var sagt frá kaupum Helga á helmingshlut í Torgi sem gefur út Fréttablaðið, Markaðinn og tímaritið Glamour. Stafrænir miðlar í eigu Torgs eru meðal annars frettabladid.is, og glamour.is. Hjá félaginu starfa um eitt hundrað manns. Jóhanna Helga hefur starfað hjá Torgi og áður 365 miðlum frá árinu 2016. Á árunum 2014-16 veitti hún forstöðu verkefnastofu hjá Reiknistofu bankanna. Áður var hún hjá Símanum eða frá árinu 2004 í hinum ýmsu störfum, en lengst af sem verkefnastjóri. Jóhanna lauk MBA-gráðu við Háskóla Íslands vorið 2017 og diploma í verkefnastjórnun og leiðtogahæfni frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2010. Kristín Björg Árnadóttir, nýr fjármálastjóri Torgs, hefur undanfarin ár starfað við ýmis fjármálatengd verkefni, nú síðast hjá Skaginn 3X á Akranesi. Gústaf Bjarnason, nýr auglýsingastjóri Torgs, hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2015 sem verkefnastjóri á auglýsingadeild Fréttablaðsins. Á árunum 2006-2012 starfaði hann á söludeild Bylgjunnar. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
„Það eru margar áskoranir í rekstri fjölmiðla í dag og það verður krefjandi en ekki síður spennandi að takast á við þær sem framkvæmdastjóri félagsins,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins. Jóhanna tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur. Í gær var einnig kynnt að Gústaf Bjarnason yrði auglýsingastjóri félagsins og Kristín Björg Árnadóttir fjármálastjóri. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Torgs að jafnframt hafi Ingibjörg Stefanía tekið við sem stjórnarformaður félagsins og að með henni í stórn sitji Helgi Magnússon fjárfestir. Nýlega var sagt frá kaupum Helga á helmingshlut í Torgi sem gefur út Fréttablaðið, Markaðinn og tímaritið Glamour. Stafrænir miðlar í eigu Torgs eru meðal annars frettabladid.is, og glamour.is. Hjá félaginu starfa um eitt hundrað manns. Jóhanna Helga hefur starfað hjá Torgi og áður 365 miðlum frá árinu 2016. Á árunum 2014-16 veitti hún forstöðu verkefnastofu hjá Reiknistofu bankanna. Áður var hún hjá Símanum eða frá árinu 2004 í hinum ýmsu störfum, en lengst af sem verkefnastjóri. Jóhanna lauk MBA-gráðu við Háskóla Íslands vorið 2017 og diploma í verkefnastjórnun og leiðtogahæfni frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2010. Kristín Björg Árnadóttir, nýr fjármálastjóri Torgs, hefur undanfarin ár starfað við ýmis fjármálatengd verkefni, nú síðast hjá Skaginn 3X á Akranesi. Gústaf Bjarnason, nýr auglýsingastjóri Torgs, hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2015 sem verkefnastjóri á auglýsingadeild Fréttablaðsins. Á árunum 2006-2012 starfaði hann á söludeild Bylgjunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Sjá meira
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30