Viðskipti innlent

Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins eru við Hafnartorg.
Ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins eru við Hafnartorg. vísir/vilhelm

Jóhanna Helga Viðarsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Hún tekur við starfinu af Ingibjörgu Pálmadóttur, annars af eigendum blaðsins, en Ingibjörg hefur tekið við sem stjórnarformaður Torgs ehf.

Með henni í stjórn er Helgi Magnússon fjárfestir sem fyrr í sumar keypti helminginn í Fréttablaðinu.

Greint er frá skipulagsbreytingum hjá útgáfufélaginu á vef Fréttablaðsins. Þar kemur fram að Kristín Björg Árnadóttir sé nú orðin fjármálastjóri Torgs og Gústaf Bjarnason er nýr auglýsingastjóri félagsins.

Torg ehf. gefur út Fréttablaðið, frettabladid.is, Markaðinn og tímaritið Glamour.

Útgefandi er Kristín Þorsteinsdóttir en Davíð Stefánsson og Ólöf Skaftadóttir eru ritstjórar Fréttablaðsins. Ritstjóri Markaðarins er Hörður Ægisson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir er ritstjóri frettabladid.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,4
10
48.688
SIMINN
2,7
13
449.612
HEIMA
2,61
4
332.526
ARION
2,49
27
524.765
SKEL
1,9
9
378.437

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,21
12
51.146
EIM
-3,01
37
189.495
ICESEA
-1,08
6
33.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.