Viðskipti erlent

Boeing styrkir um 12 milljarða

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá slysstað í Keníu.
Frá slysstað í Keníu. Fréttablaðið/EPA

Bandaríski flugvélarisinn Boeing ætlar að nýta að minnsta kosti helminginn af sjóði sínum fyrir fórnarlömb flugslysa tveggja Boeing 737 MAX-véla til þess að styðja fjölskyldur þeirra sem létust. Þetta sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær.

Sjóðurinn nemur alls hundrað milljónum Bandaríkjadala, andvirði um 12,5 milljarða króna, og er hinn beini fjárstuðningur því fimmtíu milljónir dala hið minnsta. Fyrirtækið greindi frá því fyrr í mánuðinum að það ætlaði að gefa milljónirnar til ríkisstjórna og óháðra félagasamtaka á svæðinu yfir nokkurra ára skeið til þess að hjálpa fjölskyldunum og samfélögunum sem slysin tvö bitnuðu á.

Fyrra slysið varð í október þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhaf með þeim afleiðingum að allir 189 um borð fórust. Seinna slysið varð þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði í Keníu og allir 157 um borð fórust.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.