Tekið á móti 75 flóttamönnum á þessu ári Heimsljós kynnir 2. júlí 2019 15:30 Mynd úr flóttamannabúðum. gunnisal Á þessu ári verður tekið á móti 75 flóttamönnum af hálfu íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), innlend sveitarfélög og Rauða krossinn á Íslandi. Rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á flótta í heiminum og hafa aldrei verið jafn margir í sjötíu ára sögu Flóttamannastofnunar. Flóttafólkið sem Íslendingar taka á móti eru annars vegar Sýrlendingar sem hafa dvalist í Líbanon og hins vegar fólk af afrísku bergi brotið sem hefur dvalist í flóttamannabúðum í Kenya. Á dögunum gerði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, samning við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, um móttöku, aðstoð og þjónustu við fimm flóttamenn frá Sýrlandi. Fólkið kom til landsins í maí síðastliðnum ásamt 42 öðrum flóttamönnum sem settust að á Hvammstanga og á Blönduósi. Þetta er í annað sinn sem Árborg tekur á móti flóttafólki í samstarfi við íslensk stjórnvöld. „Móttaka flóttafólks hér á landi hefur gengið vel og er um að ræða farsælt samstarf á milli sveitarfélaga, ríkis og Rauða krossins á Íslandi. Ég bind vonir við að svo verði áfram,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í frétt frá ráðuneytinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent
Á þessu ári verður tekið á móti 75 flóttamönnum af hálfu íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), innlend sveitarfélög og Rauða krossinn á Íslandi. Rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á flótta í heiminum og hafa aldrei verið jafn margir í sjötíu ára sögu Flóttamannastofnunar. Flóttafólkið sem Íslendingar taka á móti eru annars vegar Sýrlendingar sem hafa dvalist í Líbanon og hins vegar fólk af afrísku bergi brotið sem hefur dvalist í flóttamannabúðum í Kenya. Á dögunum gerði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, samning við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, um móttöku, aðstoð og þjónustu við fimm flóttamenn frá Sýrlandi. Fólkið kom til landsins í maí síðastliðnum ásamt 42 öðrum flóttamönnum sem settust að á Hvammstanga og á Blönduósi. Þetta er í annað sinn sem Árborg tekur á móti flóttafólki í samstarfi við íslensk stjórnvöld. „Móttaka flóttafólks hér á landi hefur gengið vel og er um að ræða farsælt samstarf á milli sveitarfélaga, ríkis og Rauða krossins á Íslandi. Ég bind vonir við að svo verði áfram,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í frétt frá ráðuneytinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent