Golf

Ólafía hefur leik á fjórða LPGA-mótinu á fimmtudaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía hefur fengið nokkur tækifæri á LPGA-mótaröðinni á undanförnum vikum.
Ólafía hefur fengið nokkur tækifæri á LPGA-mótaröðinni á undanförnum vikum. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður meðal keppenda á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu sem hefst á fimmtudaginn. Þetta kemur fram á kylfingur.is.

Þetta er fjórða mótið sem Ólafía keppir á LPGA-mótaröðinni í ár. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrstu þremur mótunum.

Ólafía keppti á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu í fyrra. Hún lék fyrstu tvo hringina á samtals þremur höggum undir pari en það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía hefur keppt á Symetra-mótaröðinni í ár en er með takmarkaðan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi.

Thornberry Creek LPGA Classic mótið fer fram í Oneida í Wisconsin í Bandaríkjunum. Mótið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf og hefst útsending á fimmtudag klukkan 22.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.