Bjóða 64 flugmönnum Icelandair hálft starf í stað uppsagnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 12:10 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. FBL/Stefán Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn heldur bjóða á sjöunda tug flugmanna að minnka starfshlutfall sitt í 50 prósent yfir vetrartímann. Um er að ræða hálft starfshlutfall hálft árið eða frá 1. október 2019 til 1. apríl 2020. Þá mun viðkomandi flugmönnum bjóðast 100 prósent starf á ný. Þetta segir Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Icelandair, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Starfsemi Icelandair sé háð árstíðasveiflum, eins og þekkt sé í ferðaþjónustu, þar sem umfang starfseminnar er meira á sumrin en veturna. Samkvæmt heimildum Vísis munu flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair vera ósáttar með þetta tilboð til flugmanna í ljósi þess að hætt var að bjóða upp á hlutastörf fyrir meirihluta þeirra í fyrra.Árlega uppsagnir fyrir veturinn undanfarin fimmtán ár „Síðustu 15 ár hefur félagið brugðist við þessu með því að segja hluta af flugmönnum upp fyrir veturinn en ráðið þá svo aftur að vori fyrir háönn sumarsins,“ segir Elísabet. Að þessu sinni hafi Icelandair hins vegar ákveðið að vinna í öðrum lausnum í samvinnu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). „Í stað þess að grípa til uppsagna, höfum við boðið 64 flugmönnum að minnka starfshlutfall sitt í 50% yfir vetrartímann,“ segir Elísabet. „Þessar aðgerðir eru einungis tengdar árstíðasveiflu í rekstrinum og hafa áhrif á um 9% flugmanna hjá félaginu sem er svipað hlutfall og á undanförnum árum.“ Aðspurð um hvort flugmennirnir hafi svarað boði Icelandair segir Elísabet að það ferli sé enn í gangi.118 flugfreyjum - og þjónum fengu afarkost Flugfreyjur frá Icelandair munu samkvæmt heimildum Vísis vera ósáttar við þessi tíðindi í ljósi afarkosta sem Icelandair setti þeim í fyrra. Þá var meirihluta flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar 2019 eða missa vinnuna. Alls fengu 118 flugfreyjur og -þjónar þennan afarkost og þáðu langflest fulla vinnu samkvæmt svörum Icelandair í október síðastliðnum. Þeir sem höfðu starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri bauðst áfram hlutastarf. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn heldur bjóða á sjöunda tug flugmanna að minnka starfshlutfall sitt í 50 prósent yfir vetrartímann. Um er að ræða hálft starfshlutfall hálft árið eða frá 1. október 2019 til 1. apríl 2020. Þá mun viðkomandi flugmönnum bjóðast 100 prósent starf á ný. Þetta segir Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Icelandair, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Starfsemi Icelandair sé háð árstíðasveiflum, eins og þekkt sé í ferðaþjónustu, þar sem umfang starfseminnar er meira á sumrin en veturna. Samkvæmt heimildum Vísis munu flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair vera ósáttar með þetta tilboð til flugmanna í ljósi þess að hætt var að bjóða upp á hlutastörf fyrir meirihluta þeirra í fyrra.Árlega uppsagnir fyrir veturinn undanfarin fimmtán ár „Síðustu 15 ár hefur félagið brugðist við þessu með því að segja hluta af flugmönnum upp fyrir veturinn en ráðið þá svo aftur að vori fyrir háönn sumarsins,“ segir Elísabet. Að þessu sinni hafi Icelandair hins vegar ákveðið að vinna í öðrum lausnum í samvinnu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). „Í stað þess að grípa til uppsagna, höfum við boðið 64 flugmönnum að minnka starfshlutfall sitt í 50% yfir vetrartímann,“ segir Elísabet. „Þessar aðgerðir eru einungis tengdar árstíðasveiflu í rekstrinum og hafa áhrif á um 9% flugmanna hjá félaginu sem er svipað hlutfall og á undanförnum árum.“ Aðspurð um hvort flugmennirnir hafi svarað boði Icelandair segir Elísabet að það ferli sé enn í gangi.118 flugfreyjum - og þjónum fengu afarkost Flugfreyjur frá Icelandair munu samkvæmt heimildum Vísis vera ósáttar við þessi tíðindi í ljósi afarkosta sem Icelandair setti þeim í fyrra. Þá var meirihluta flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar 2019 eða missa vinnuna. Alls fengu 118 flugfreyjur og -þjónar þennan afarkost og þáðu langflest fulla vinnu samkvæmt svörum Icelandair í október síðastliðnum. Þeir sem höfðu starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri bauðst áfram hlutastarf.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira