Ekki bara Brexit Michael Nevin skrifar 4. júlí 2019 07:30 Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um „Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Styrkleikar Bretlands haldast áfram hinir sömu. Lýðræði er greinilega enn við lýði, virkar vel og veitir aðhald, og stofnanir okkar halda áfram að starfa faglega í gegnum hinn pólitíska stórsjó. „Keep calm and carry on.“ Í gegnum alla pólitísku óvissuna heldur efnahagslíf Bretlands enn áfram að vaxa, jafnvel meira en hjá sumum af hinum stærstu hagkerfum Evrópu á síðasta ári. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafn lágt. Bretland er eftir sem áður helsti áfangastaður fyrir erlendar fjárfestingar í Evrópu. Á síðastliðnu ári voru 13 „einhyrnings“-fyrirtæki í Bretlandi (sprotafyrirtæki sem eru metin á einn milljarð Bandaríkjadala eða það sem nemur um 125 milljörðum króna). Fjármálageirinn okkar er hnattrænn, með London sem leiðandi fjármálaþjónustumiðstöð. Bresk fyrirtæki halda áfram að vinna með fyrirtækjum frá öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem fyrirtæki eins og Barclays aðstoðar við að stækka fjármálageira Íslands og Bird & Bird aðstoða Isavia við að þróa flugvelli og ná fram hagkvæmum opinberum innkaupum. Við höldum áfram að leitast við að leiða og þróa vöxt framtíðarinnar. Í Tæknivikunni í London í júní lagði breski forsætisráðherrann áherslu á fjárfestingu breskra tæknifyrirtækja fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, andvirði um 190 milljarða króna, með 2.500 stöður við þróun gervigreindar. Fyrirtæki eins og digi.me, sem einnig starfa með íslenska heilbrigðisgeiranum, sýna fram á að tækni í heilbrigðisvísindum getur leitt til markvissari og þar af leiðandi skilvirkari úrræða í heilbrigðisþjónustu. Bretland er eftir sem áður þungavigtarríki í alþjóðasamstarfi. Við eigum fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og erum eina landið sem ver bæði 2% af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála og 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Bretlandi mun í ár halda 70 ára afmælisleiðtogafund NATO, auk alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi og ráðstefnu um að hindra kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum. Við veitum aðstoð til að koma í veg fyrir og draga úr átökum og styðjum alþjóðlega þróunaraðstoð með hlutverki okkar í alþjóðastofnunum eins og Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (ásamt Íslandi), G7 og G20, ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnuninni o.fl. Bretland er nú að vinna í því að stækka utanríkisþjónustu sína og að fjölga starfsfólki um 1.000. Bretland er svo lánsamt að búa yfir gríðarmiklum áhrifamætti á menningarsviðinu. Þar má nefna fjölmiðla okkar, en BBC er meðal 10 fjölsóttustu fréttaveitna veraldarvefsins, og ekki síður menntun: 12% af öllum háskólanemum heimsins sem stunda nám utan heimalands síns nema við breska háskóla og 4 af 10 bestu háskólum heims eru í Bretlandi. Einnig má nefna íþróttir, en stuðningsmenn um allan heim horfðu á þessu ári á lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast í báðum stærstu Evrópukeppnunum í fótbolta. Þessi upptalning hér er ekki gerð til að berja sér á brjóst. Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bretland á greinilega í einu slíku þessa stundina. Við eigum að vera auðmjúk gagnvart annmörkum okkar. En við skulum ekki missa sjónar á styrkleikum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um Bretland hefur á síðustu misserum eðlilega snúist mikið um „Brexit“ og það pólitíska drama sem því fylgir. Við getum öll haft okkar skoðanir á þróun mála í sambandi við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en það er mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Styrkleikar Bretlands haldast áfram hinir sömu. Lýðræði er greinilega enn við lýði, virkar vel og veitir aðhald, og stofnanir okkar halda áfram að starfa faglega í gegnum hinn pólitíska stórsjó. „Keep calm and carry on.“ Í gegnum alla pólitísku óvissuna heldur efnahagslíf Bretlands enn áfram að vaxa, jafnvel meira en hjá sumum af hinum stærstu hagkerfum Evrópu á síðasta ári. Atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafn lágt. Bretland er eftir sem áður helsti áfangastaður fyrir erlendar fjárfestingar í Evrópu. Á síðastliðnu ári voru 13 „einhyrnings“-fyrirtæki í Bretlandi (sprotafyrirtæki sem eru metin á einn milljarð Bandaríkjadala eða það sem nemur um 125 milljörðum króna). Fjármálageirinn okkar er hnattrænn, með London sem leiðandi fjármálaþjónustumiðstöð. Bresk fyrirtæki halda áfram að vinna með fyrirtækjum frá öðrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem fyrirtæki eins og Barclays aðstoðar við að stækka fjármálageira Íslands og Bird & Bird aðstoða Isavia við að þróa flugvelli og ná fram hagkvæmum opinberum innkaupum. Við höldum áfram að leitast við að leiða og þróa vöxt framtíðarinnar. Í Tæknivikunni í London í júní lagði breski forsætisráðherrann áherslu á fjárfestingu breskra tæknifyrirtækja fyrir 1,2 milljarða sterlingspunda, andvirði um 190 milljarða króna, með 2.500 stöður við þróun gervigreindar. Fyrirtæki eins og digi.me, sem einnig starfa með íslenska heilbrigðisgeiranum, sýna fram á að tækni í heilbrigðisvísindum getur leitt til markvissari og þar af leiðandi skilvirkari úrræða í heilbrigðisþjónustu. Bretland er eftir sem áður þungavigtarríki í alþjóðasamstarfi. Við eigum fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og erum eina landið sem ver bæði 2% af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála og 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunaraðstoðar. Bretlandi mun í ár halda 70 ára afmælisleiðtogafund NATO, auk alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi og ráðstefnu um að hindra kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum. Við veitum aðstoð til að koma í veg fyrir og draga úr átökum og styðjum alþjóðlega þróunaraðstoð með hlutverki okkar í alþjóðastofnunum eins og Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna (ásamt Íslandi), G7 og G20, ÖSE, Alþjóðaviðskiptastofnuninni o.fl. Bretland er nú að vinna í því að stækka utanríkisþjónustu sína og að fjölga starfsfólki um 1.000. Bretland er svo lánsamt að búa yfir gríðarmiklum áhrifamætti á menningarsviðinu. Þar má nefna fjölmiðla okkar, en BBC er meðal 10 fjölsóttustu fréttaveitna veraldarvefsins, og ekki síður menntun: 12% af öllum háskólanemum heimsins sem stunda nám utan heimalands síns nema við breska háskóla og 4 af 10 bestu háskólum heims eru í Bretlandi. Einnig má nefna íþróttir, en stuðningsmenn um allan heim horfðu á þessu ári á lið úr ensku úrvalsdeildinni mætast í báðum stærstu Evrópukeppnunum í fótbolta. Þessi upptalning hér er ekki gerð til að berja sér á brjóst. Öll lönd eiga við einhver vandamál að stríða sem þau þurfa að yfirstíga, og Bretland á greinilega í einu slíku þessa stundina. Við eigum að vera auðmjúk gagnvart annmörkum okkar. En við skulum ekki missa sjónar á styrkleikum okkar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar