Viðskipti innlent

200 milljóna króna gjaldþrot vegna Jamie´s

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tap á veitingastaðnum Jamie's Italian við Pósthússtræti var 86 milljónir króna árið 2017. Nýir eigendur tóku við rekstrinum í apríl..
Tap á veitingastaðnum Jamie's Italian við Pósthússtræti var 86 milljónir króna árið 2017. Nýir eigendur tóku við rekstrinum í apríl.. Fréttablaðið/Anton Brink
Skiptum á þrotabúi Borgarhorns ehf. er lokið en félagið var á sínum tíma rekstraraðili Jamie's Italian á Íslandi. Gjaldþrotið nam 208 milljónum króna samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Skiptum lauk í gær en VB greinir frá því að fyrir um tveimur vikum hafi Landsréttur hafnað því að Borgarhorn fengi afhent tæki, innanstokksmuni, áhöld og hugbúnað sem þrotabúið taldi sig eiga.

Jamie’s Italian var opnaður í júlí í 2017. Staðurinn tapaði 85,5 milljónum króna það ár og eigið féð var neikvætt um 85 milljónir króna við áramót, samkvæmt ársreikningi Borgarhorns. Skuldir félagsins námu 258 milljónum króna við árslok. Þar af voru skuldir við lánastofnanir 97 milljónir og viðskiptaskuldir 102 milljónir króna. Veltan var 346 milljónir króna árið 2017 samkvæmt því sem fram kom í Fréttablaðinu. 

Launakostnaður var stærsti útgjaldaliðurinn, 240 milljónir króna, og stöðugildin voru 33. Allur rekstrarkostnaður var 425 milljónir króna. Innréttingar og húsbúnaður voru keypt fyrir 100 milljónir króna í fyrra og áhöld og tæki fyrir 39 milljónir króna.

Jamie's Italian er í dag rekið af öðrum aðilum.


Tengdar fréttir

Opnuðum Snaps á góðum tíma

Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efnahagslífið var að rétta úr kútnum.

Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps

Eignarhlutur stofnenda Snaps, þeirra Sigurgísla og Stefáns Melsted, hefur minnkað og fara þeir nú með minnihluta í staðnum á móti fjárfestinum Birgi Þór Bieltvedt. Keypti jafnframt allan hlut þeirra í Café Paris. Hætta öllum afskiptum af daglegum rekstri Snaps.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×