Eigendur Pablo Discobar taka við rekstri Jamie's Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 06:30 Jamie's Italian var opnaður í júlímánuði í fyrra. Vísir/Anton Brink Eigendur baranna Pablo Discobar og Miami og veitingastaðarins Burro hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie’s Italian á Hótel Borg. Fyrrverandi rekstrarfélag Jamie’s Italian verður tekið til gjaldþrotaskipta en bæði leigusamningi og sérleyfissamningi félagsins hefur verið sagt upp. Jón Haukur Baldvinsson lætur samhliða breytingunum af störfum sem framkvæmdastjóri Jamie’s Italian en hann verður nýjum rekstraraðila innan handar fyrstu vikurnar. Þeir sem standa að nýju rekstrarfélagi veitingastaðarins eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigvaldason. Anna Marín Þórarinsdóttir er nýr rekstrarstjóri. Jón Haukur var eini eigandi Jamie’s Italian eftir að félagið Jubileum, sem rekur veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll, seldu honum 60 prósenta hlut í staðnum fyrr á árinu. Jón Haukur segir veitingastaðinn hafa fengið afar góðar viðtökur eftir að hann var opnaður í júlí í fyrra en hins vegar sé rekstrarumhverfið í veitingageiranum erfitt. „Við höfum fengið yfir eitt hundrað þúsund gesti frá því við opnuðum, sem er afar jákvætt, og höfum fundið fyrir miklum meðbyr og stuðningi frá Íslendingum. Við vorum til að mynda einn veltumesti staðurinn af öllum veitingastöðum Jamie’s Italian-keðjunnar í júlí. Þetta hefur því að mörgu leyti gengið vel. Hins vegar hefur opnun staðarins og reksturinn reynst dýr og við höfum hreinlega verið undirfjármagnaðir í of langan tíma,“ nefnir Jón Haukur. Hækkandi launakostnaður hafi jafnframt þrengt að rekstrinum. Síðustu ár hafi verið erfiður tími fyrir veitingastaði, sér í lagi nýja og dýra staði líkt og Jamie’s Italian. „Það verður líka að segjast að það er lítið um þolinmótt fjármagn í þessum geira. Bankarnir hafa haldið að sér höndum og fjárfestar eru ekki reiðubúnir til þess að setja mikinn pening í veitingageirann,“ nefnir hann. Jón Haukur segir gamla rekstrarfélagið hafa misst bæði leigu- og sérleyfissamninga sína enda hafi fjárhagsstaða félagsins verið orðin þung. „Það skiptir hins vegar miklu máli að nýtt og traust rekstrarfélag mun taka við rekstri staðarins og halda honum áfram. Þeir sem standa að því félagi hafa mikla reynslu af veitingarekstri og reka til dæmis Pablo Discobar, Burro og Miami bar,“ nefnir hann.Uppfært þar sem tveimur var ofaukið í eigendahópi Pablo discobar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Eigendur baranna Pablo Discobar og Miami og veitingastaðarins Burro hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie’s Italian á Hótel Borg. Fyrrverandi rekstrarfélag Jamie’s Italian verður tekið til gjaldþrotaskipta en bæði leigusamningi og sérleyfissamningi félagsins hefur verið sagt upp. Jón Haukur Baldvinsson lætur samhliða breytingunum af störfum sem framkvæmdastjóri Jamie’s Italian en hann verður nýjum rekstraraðila innan handar fyrstu vikurnar. Þeir sem standa að nýju rekstrarfélagi veitingastaðarins eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigvaldason. Anna Marín Þórarinsdóttir er nýr rekstrarstjóri. Jón Haukur var eini eigandi Jamie’s Italian eftir að félagið Jubileum, sem rekur veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll, seldu honum 60 prósenta hlut í staðnum fyrr á árinu. Jón Haukur segir veitingastaðinn hafa fengið afar góðar viðtökur eftir að hann var opnaður í júlí í fyrra en hins vegar sé rekstrarumhverfið í veitingageiranum erfitt. „Við höfum fengið yfir eitt hundrað þúsund gesti frá því við opnuðum, sem er afar jákvætt, og höfum fundið fyrir miklum meðbyr og stuðningi frá Íslendingum. Við vorum til að mynda einn veltumesti staðurinn af öllum veitingastöðum Jamie’s Italian-keðjunnar í júlí. Þetta hefur því að mörgu leyti gengið vel. Hins vegar hefur opnun staðarins og reksturinn reynst dýr og við höfum hreinlega verið undirfjármagnaðir í of langan tíma,“ nefnir Jón Haukur. Hækkandi launakostnaður hafi jafnframt þrengt að rekstrinum. Síðustu ár hafi verið erfiður tími fyrir veitingastaði, sér í lagi nýja og dýra staði líkt og Jamie’s Italian. „Það verður líka að segjast að það er lítið um þolinmótt fjármagn í þessum geira. Bankarnir hafa haldið að sér höndum og fjárfestar eru ekki reiðubúnir til þess að setja mikinn pening í veitingageirann,“ nefnir hann. Jón Haukur segir gamla rekstrarfélagið hafa misst bæði leigu- og sérleyfissamninga sína enda hafi fjárhagsstaða félagsins verið orðin þung. „Það skiptir hins vegar miklu máli að nýtt og traust rekstrarfélag mun taka við rekstri staðarins og halda honum áfram. Þeir sem standa að því félagi hafa mikla reynslu af veitingarekstri og reka til dæmis Pablo Discobar, Burro og Miami bar,“ nefnir hann.Uppfært þar sem tveimur var ofaukið í eigendahópi Pablo discobar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira