Golf

Ólafía á tveimur yfir eftir fyrsta hring

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, náði sér ekki almennilega á strik á fyrsta hringnum á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu.

Ólafía, sem er með takmarkaðan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í ár, fékk þátttökurétt á Thornberry mótaröðinni annað árið í röð.

Fyrsti hringurinn gekk upp og ofan. Hún fékk tvo skolla og einn fugl ásamt sex pörum á fyrstu níu holunum.

Síðari níu spilaði hún eins; tveir skollar, einn og sex pör. Hún endaði því á tveimur höggum yfir pari og er í 128. sæti sem stendur.

Sýnt er frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 22.00 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.