Tónlist

Söngkona „versta lags allra tíma“ leysir frá skjóðunni

Andri Eysteinsson skrifar
Rebecca Black sagði sögu sína 8 árum seinna.
Rebecca Black sagði sögu sína 8 árum seinna. Buzzfeed

Söngkonan Rebecca Black var þrettán ára gömul þegar hún gaf út sitt fyrsta lag, Friday. Lagið sló ekki beint í gegn en á þeim tæpu átta árum sem liðin eru frá útgáfu lagsins hefur verið horft á tónlistarmyndbandið 133 milljón sinnum, 972 þúsund hafa sett „like“ við lagið á YouTube en 3,5 milljónir hafa sett „dislike“ við það.

Lagið var um tíma tekið út af YouTube en áður hafði það verið það myndband í sögu YouTube sem fengið hefur flest „dislike“.

Rebecca sagði sögu sína í Buzzfeed þættinum This is That Story þar sem gestir segja frá eftirminnilegum atvikum í lífi þeirra. Rebecca gaf út lagið í samstarfi við Ark Music Factory og greiddu foreldrar hennar fyrir samstarfið. Rebecca segist ekki hafa búist við því að lagið myndi fá nokkra athygli og kom því mikið umtal um lagið henni mjög á óvart.

Rebecca segir að hún hafi átt erfitt með neikvæðu gagnrýnina sem fylgdi laginu en hún vildi þó ekki láta taka myndbandið af YouTube.

Heyra má frásögn Rebeccu Black í myndbandinu hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.