Við eigum brjóstin okkar Anna-Bryndís Zingsheim skrifar 7. júlí 2019 11:00 Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað. Það er sagan hvernig ég lærði að elska brjóstin mín. Á unglingsárunum mínum í Þýskalandi átti ég mjög erfitt að samþykkja líkama minn. Og þá sérstaklega þegar það kom að litlu brjóstunum mínum, sem hafa ekki stækkað síðan þá (og hafa svo sem aldrei). Ég eyddi óratíma að leita eftir bestu ráðum við hvernig ég skyldi nú fara að því að stækka blessuðu brjóstin. Hvílík tíma- og orkusóun. Síðan flutti ég til Íslands. Án alls gríns, þá fékk ég í fyrsta skipti á ævinni að sjá heilt úrval af allskonar brjóstum, og það í búningsklefanum í sundi. Einu brjóstin sem ég hafði fengið að sjá áður voru úr bíómyndum, því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Alls staðar var verið að fela brjóst, því alls staðar annars staðar var verið að gera þau að bönnuðum hlut. Eitthvað sem er kynferðislegt og á einungis heima í svefnherberginu eða í erótískum senum. En brjóst eru hversdagsleg, venjuleg, öðruvísi, stór, lítil, og öll falleg á sinn hátt því þau hafa sinn tilgang. Eftir að ég áttaði mig á því, byrjaði ég að elska brjóstin mín. Og ég verð að segja, það er ótrúleg tilfinning. Ég vildi að allar konur gætu fengið að upplifa þetta.En ég ákveð að ég ætli að gera þetta. Ég ætla að mæta í hot yoga tíma, fara úr bolnum og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar tíminn nálgast verð ég hræddari og hræddari. Ekki af því að einhver gæti farið að þræta við mig um að gjöra svo vel og vera ekki svona athyglissjúk. Ekki af því að einhverjum öðrum gæti finnst þetta óþægilegt (fyrirgefið ef brjóstin mín eru svona ógnvekjandi). Það var af því að útkoman úr þessari litlu tilraun minni gæti farið í þveröfuga átt.Því það yrði mögulega sett bann á að koma ber að ofan í salinn, bæði fyrir konur og karla. Til eru fjölmörg dæmi um að róttækar aðgerðir sem þessa hafa haft það í för með sér að hræða andstæðinga enn meira fyrir breytingum (t.a.m. LGBT+ hreyfingar í Brasilíu). En þetta á ekki að vera aðgerð einungis fyrir sjálfan mig, heldur ætti þetta að vera fyrir okkur. Svo ég hætti við. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru til mikilvægari málefni í heiminum, en augun mín táruðust þó þegar ég sat í yoga tímanum í bol, í kringum mennina sem máttu þetta. Einn daginn vonandi, hugsaði ég.Spurningin mikla og mórallinn úr þessari frásögn er einfaldlega: Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir? Ég, allavega, vil geta ákveðið það sjálf. Takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað. Það er sagan hvernig ég lærði að elska brjóstin mín. Á unglingsárunum mínum í Þýskalandi átti ég mjög erfitt að samþykkja líkama minn. Og þá sérstaklega þegar það kom að litlu brjóstunum mínum, sem hafa ekki stækkað síðan þá (og hafa svo sem aldrei). Ég eyddi óratíma að leita eftir bestu ráðum við hvernig ég skyldi nú fara að því að stækka blessuðu brjóstin. Hvílík tíma- og orkusóun. Síðan flutti ég til Íslands. Án alls gríns, þá fékk ég í fyrsta skipti á ævinni að sjá heilt úrval af allskonar brjóstum, og það í búningsklefanum í sundi. Einu brjóstin sem ég hafði fengið að sjá áður voru úr bíómyndum, því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Alls staðar var verið að fela brjóst, því alls staðar annars staðar var verið að gera þau að bönnuðum hlut. Eitthvað sem er kynferðislegt og á einungis heima í svefnherberginu eða í erótískum senum. En brjóst eru hversdagsleg, venjuleg, öðruvísi, stór, lítil, og öll falleg á sinn hátt því þau hafa sinn tilgang. Eftir að ég áttaði mig á því, byrjaði ég að elska brjóstin mín. Og ég verð að segja, það er ótrúleg tilfinning. Ég vildi að allar konur gætu fengið að upplifa þetta.En ég ákveð að ég ætli að gera þetta. Ég ætla að mæta í hot yoga tíma, fara úr bolnum og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar tíminn nálgast verð ég hræddari og hræddari. Ekki af því að einhver gæti farið að þræta við mig um að gjöra svo vel og vera ekki svona athyglissjúk. Ekki af því að einhverjum öðrum gæti finnst þetta óþægilegt (fyrirgefið ef brjóstin mín eru svona ógnvekjandi). Það var af því að útkoman úr þessari litlu tilraun minni gæti farið í þveröfuga átt.Því það yrði mögulega sett bann á að koma ber að ofan í salinn, bæði fyrir konur og karla. Til eru fjölmörg dæmi um að róttækar aðgerðir sem þessa hafa haft það í för með sér að hræða andstæðinga enn meira fyrir breytingum (t.a.m. LGBT+ hreyfingar í Brasilíu). En þetta á ekki að vera aðgerð einungis fyrir sjálfan mig, heldur ætti þetta að vera fyrir okkur. Svo ég hætti við. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru til mikilvægari málefni í heiminum, en augun mín táruðust þó þegar ég sat í yoga tímanum í bol, í kringum mennina sem máttu þetta. Einn daginn vonandi, hugsaði ég.Spurningin mikla og mórallinn úr þessari frásögn er einfaldlega: Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir? Ég, allavega, vil geta ákveðið það sjálf. Takk fyrir.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun