Körfubolti

Serbar fengu brons á heimavelli

Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. vísir/getty

Serbía nældi í bronsverðlaunin á EM kvenna sem fór fram í Lettandi og Serbíu síðustu vikur en Serbía vann á heimavelli í dag gegn Bretum, 81-55.

Serbarnir settu tóninn strax í upphafi og voru níu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhlutanum náðu Bretarnir aðeins að minnka muninn.

Hvoru megin sigurinn myndi enda var aldrei spurning eftir að Serbía vann þriðja leikhlutann 21-6 og lokatölur urðu 26 stiga sigur heimastúlkna, 81-55.

Magnaður árangur Breta en þær bresku fengu skell í bronsinu. Vasklega framganga þeirra vakti þó mikla athygli á mótinu enda Bretar ekki þekkt körfuboltaþjóð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.