Golf

Sigurlaunin á Opna breska kvenna hækka um 40%

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Georgia Hall fékk 392.000 pund fyrir sigurinn á Opna breska í fyrra.
Georgia Hall fékk 392.000 pund fyrir sigurinn á Opna breska í fyrra. vísir/getty
Sigurlaunin á Opna breska meistaramóti kvenna í golfi munu hækka um 40%. Þau verða nú 3,6 milljónir punda í heildina.

Sigurvegarinn á Opna breska 2019 fær 540.000 pund í sinn hlut. Í fyrra fékk sigurvegarinn, Georgia Hall, 392.000 pund.

Þessar fréttir koma í kjölfar gagnrýni á skiptingu sigurlauna á HM kvenna og karla í fótbolta. Sigurlaunin á HM kvenna, sem lauk í fyrradag, voru 24 milljónir punda í heildina en á HM karla í fyrra voru þau 320 milljónir punda.

Þrátt fyrir þessar breytingar eru sigurlaunin á Opna breska karla í golfi enn mun hærri, eða 8,6 milljónir punda í heildina. Sigurvegarinn í ár fær 1,5 milljónir punda í sinn hlut.

Opna breska kvenna fer fram dagana 1.-4. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×