Golf

Sigurlaunin á Opna breska kvenna hækka um 40%

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Georgia Hall fékk 392.000 pund fyrir sigurinn á Opna breska í fyrra.
Georgia Hall fékk 392.000 pund fyrir sigurinn á Opna breska í fyrra. vísir/getty

Sigurlaunin á Opna breska meistaramóti kvenna í golfi munu hækka um 40%. Þau verða nú 3,6 milljónir punda í heildina.

Sigurvegarinn á Opna breska 2019 fær 540.000 pund í sinn hlut. Í fyrra fékk sigurvegarinn, Georgia Hall, 392.000 pund.

Þessar fréttir koma í kjölfar gagnrýni á skiptingu sigurlauna á HM kvenna og karla í fótbolta. Sigurlaunin á HM kvenna, sem lauk í fyrradag, voru 24 milljónir punda í heildina en á HM karla í fyrra voru þau 320 milljónir punda.

Þrátt fyrir þessar breytingar eru sigurlaunin á Opna breska karla í golfi enn mun hærri, eða 8,6 milljónir punda í heildina. Sigurvegarinn í ár fær 1,5 milljónir punda í sinn hlut.

Opna breska kvenna fer fram dagana 1.-4. ágúst næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.