Ekki merki um mikla kólnun á húsnæðismarkaðnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 11:30 Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í jafnvægi og hefur verið í töluverðan tíma, eða frá því í haust, segir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. vísir/vilhelm Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun. Hins vegar sé samdráttur í sölu íbúða í fjölbýli á meðan að sala á íbúðum í sérbýli eykst sé litið til mánaðarlegrar veltu talið fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er sex prósent í fjölda seldra íbúða í sérbýli en samdrátturinn er 1,2 prósent í sölu íbúða í fjölbýli, samkvæmt tölum úr mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júlímánuð. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðalsölutími er að lengjast; fer úr 96 dögum í 109 daga fyrir sérbýli og úr 89 dögum í 94 daga fyrir fjölbýli.En hvað þýðir það? Er þetta ekki merki um einhverja kólnun? „Það fer eftir því hvaða skilning þú leggur í kólnun. Það er ekki sama brjálæði á markaðnum og var fyrir einu ári síðan. Hann hefur verið í ákveðnu jafnvægi í töluverðan tíma, eiginlega bara frá því um haustið 2018,“ segir Ólafur Sindri sem bendir til dæmis á að íbúðir í fjölbýli hafa hækkað gríðarlega í verði. Fyrir nokkrum misserum hafi það einnig verið svo að eftirspurnin var gríðarleg en framboðið lítið en nú sé framboðið að aukast. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að rýna í þessar tölur til að spá fyrir um hvernig komandi vetur verður á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu segir Ólafur Sindri Íbúðalánasjóð ekki í því að spá fram í tímann. „Við erum bara að sýna hvernig staðan er akkúrat núna. Þannig að ég get ekkert sagt neitt til um það. Það er auðvitað margt að gerast í hagkerfinu þannig að í raun og veru getur þetta þróast á marga vegu.“ Ólafur Sindri bendir þó á að samdráttur í sölu á fjölbýli sé eitthvað merki og þá það líka að 80 prósent allra fasteignaviðskipta eru undir ásettu verði. „Það þýðir að í auglýsingum er væntanlega verið að biðja um alltof hátt verði,“ segir hann. Annað sem komið er inn á í skýrslu Íbúðalánasjóðs eru Airbnb-íbúðir. Ólafur Sindri segir að miðað við þær tölur og þá mælikvarða sem sjóðurinn skoðar eru ekki sterkar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að skila sér inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn. „Hins vegar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar þá hefur gistingum erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb og þannig vefsíður fækkað um 29 prósent á milli ára þannig að ef það heldur áfram þá er kannski alveg líklegt að þessar íbúðir fari nú að koma inn á markaðinn, kannski með haustinu eða eitthvað slíkt en núna er náttúrulega „high season“ þannig að menn eru væntanlega að leigja þetta út núna.“ Húsnæðismál Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun. Hins vegar sé samdráttur í sölu íbúða í fjölbýli á meðan að sala á íbúðum í sérbýli eykst sé litið til mánaðarlegrar veltu talið fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er sex prósent í fjölda seldra íbúða í sérbýli en samdrátturinn er 1,2 prósent í sölu íbúða í fjölbýli, samkvæmt tölum úr mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júlímánuð. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðalsölutími er að lengjast; fer úr 96 dögum í 109 daga fyrir sérbýli og úr 89 dögum í 94 daga fyrir fjölbýli.En hvað þýðir það? Er þetta ekki merki um einhverja kólnun? „Það fer eftir því hvaða skilning þú leggur í kólnun. Það er ekki sama brjálæði á markaðnum og var fyrir einu ári síðan. Hann hefur verið í ákveðnu jafnvægi í töluverðan tíma, eiginlega bara frá því um haustið 2018,“ segir Ólafur Sindri sem bendir til dæmis á að íbúðir í fjölbýli hafa hækkað gríðarlega í verði. Fyrir nokkrum misserum hafi það einnig verið svo að eftirspurnin var gríðarleg en framboðið lítið en nú sé framboðið að aukast. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að rýna í þessar tölur til að spá fyrir um hvernig komandi vetur verður á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu segir Ólafur Sindri Íbúðalánasjóð ekki í því að spá fram í tímann. „Við erum bara að sýna hvernig staðan er akkúrat núna. Þannig að ég get ekkert sagt neitt til um það. Það er auðvitað margt að gerast í hagkerfinu þannig að í raun og veru getur þetta þróast á marga vegu.“ Ólafur Sindri bendir þó á að samdráttur í sölu á fjölbýli sé eitthvað merki og þá það líka að 80 prósent allra fasteignaviðskipta eru undir ásettu verði. „Það þýðir að í auglýsingum er væntanlega verið að biðja um alltof hátt verði,“ segir hann. Annað sem komið er inn á í skýrslu Íbúðalánasjóðs eru Airbnb-íbúðir. Ólafur Sindri segir að miðað við þær tölur og þá mælikvarða sem sjóðurinn skoðar eru ekki sterkar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að skila sér inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn. „Hins vegar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar þá hefur gistingum erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb og þannig vefsíður fækkað um 29 prósent á milli ára þannig að ef það heldur áfram þá er kannski alveg líklegt að þessar íbúðir fari nú að koma inn á markaðinn, kannski með haustinu eða eitthvað slíkt en núna er náttúrulega „high season“ þannig að menn eru væntanlega að leigja þetta út núna.“
Húsnæðismál Mest lesið Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira