Viðskipti erlent

Boeing ekki lengur stærstir á markaðnum

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Flugvélaframleiðandinn Boeing sem hefur verið stærsti framleiðandinn á flugvélamarkaðnum síðastliðin átta ár hafa nú lútið í lægra haldi fyrir samkeppnisaðilanum Airbus sem hafa verið næst stærstir síðast liðin ár. Reauters greina frá þessu. Airbus afhenti alls 389 þotur á fyrri helming ársins 2019 og jók söluna um 28% frá því í fyrra.Í yfirlýsingu frá stjórnendum Boeing afhenti fyrirtækið um 37% færri vélar frá því á sama tíma í fyrra og seldi framleiðandinn 239 vélar. Þetta stafar af kyrrsetningu 737 MAX þota í kjölfar galla sem er varð til þess að tvær flugvélar hröpuðu. Sú fyrri í yfir Indónesíu í október síðastliðnum og síðari yfir Eþíópíu. Alls létust 346 í slysunum.Þoturnar voru kyrrsettar eftir síðara slysið og hafa framleiðendur unnið að úrbótum Annar galli fannst hins vegar í stýrikerfi MAX vélanna í síðasta mánuði sem hefur þau áhrif að þoturnar verði áfram kyrrsettar um allan heim og gerir framleiðandinn ráð fyrir því að í fyrsta lagi verði hægt að afhenda þær í lok september.Í síðasta mánuði undirritaði hins vegar eigandi British-Airways, IAG, viljayfirlýsingu um að panta 200 nýjar 737 MAX þotur. 


Tengdar fréttir

Airbus vill fá að bjóða í fyrirhugaða risapöntun IAG ætlaða Boeing

Christian Scherer, sölustjóri Airbus, segir að flugvélaframleiðandinn hafi mikinn áhuga á því að fá að bjóða í stóra flugvélapöntun evrópsku flugfélagasamstæðunnar IAG, sem tilkynnti í vikunni að það hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,09
7
420
ARION
2,77
20
108.685
SJOVA
2,24
14
47.907
FESTI
2,16
8
165.000
TM
1,94
4
65.828

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,46
5
6.991
BRIM
-1,19
1
42
MAREL
-0,43
4
21.492
LEQ
0
1
172
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.