Viðskipti erlent

Boeing ekki lengur stærstir á markaðnum

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Flugáætlanir fjölda flugfélaga voru settar í uppnám í kjölfar kyrrsetningar MAX véla um allan heim.
Flugáætlanir fjölda flugfélaga voru settar í uppnám í kjölfar kyrrsetningar MAX véla um allan heim. Getty/RyanJLane

Flugvélaframleiðandinn Boeing sem hefur verið stærsti framleiðandinn á flugvélamarkaðnum síðastliðin átta ár hafa nú lútið í lægra haldi fyrir samkeppnisaðilanum Airbus sem hafa verið næst stærstir síðast liðin ár. Reauters greina frá þessu. 

Airbus afhenti alls 389 þotur á fyrri helming ársins 2019 og jók söluna um 28% frá því í fyrra.

Í yfirlýsingu frá stjórnendum Boeing afhenti fyrirtækið um 37% færri vélar frá því á sama tíma í fyrra og seldi framleiðandinn 239 vélar. 

Þetta stafar af kyrrsetningu 737 MAX þota í kjölfar galla sem er varð til þess að tvær flugvélar hröpuðu. Sú fyrri í yfir Indónesíu í október síðastliðnum og síðari yfir Eþíópíu. Alls létust 346 í slysunum.

Þoturnar voru kyrrsettar eftir síðara slysið og hafa framleiðendur unnið að úrbótum Annar galli fannst hins vegar í stýrikerfi MAX vélanna í síðasta mánuði sem hefur þau áhrif að þoturnar verði áfram kyrrsettar um allan heim og gerir framleiðandinn ráð fyrir því að í fyrsta lagi verði hægt að afhenda þær í lok september.

Í síðasta mánuði undirritaði hins vegar eigandi British-Airways, IAG, viljayfirlýsingu um að panta 200 nýjar 737 MAX þotur. 


Tengdar fréttir

Airbus vill fá að bjóða í fyrirhugaða risapöntun IAG ætlaða Boeing

Christian Scherer, sölustjóri Airbus, segir að flugvélaframleiðandinn hafi mikinn áhuga á því að fá að bjóða í stóra flugvélapöntun evrópsku flugfélagasamstæðunnar IAG, sem tilkynnti í vikunni að það hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.