Viðskipti erlent

Falla frá stórri pöntun á Boeing 737 Max vélum

Eiður Þór Árnason skrifar
Getty/RyanJLane

Sádí-arabíska lággjaldaflugfélagið Flyadeal, hefur tekið ákvörðun um að draga pöntun sína á þrjátíu Boeing 737 Max vélum til baka. Ákvörðunin kemur í kjölfar tveggja alvarlegra flugslysa í Indónesíu og Eþíópíu á síðasta ári, þar sem Boeing 737 Max vélar skullu skyndilega til jarðar og ollu miklu mannfalli.

Í kjölfar slysanna voru allar flugvélar sömu tegundar kyrrsettar og hefur sú staða valdið miklum vandræðum fyrir framleiðandann Boeing og flugfélög víða um heim sem fest höfðu kaup á slíkum vélum, þar á meðal Icelandair.

Fyrirvari var á kaupum flugfélagsins Flyadeal á vélunum og sagðist félagið hafa fallið frá pöntun sinni vegna tafa. Lággjaldafélagið er í eigu Saudi Arabian Airlines.


Tengdar fréttir

Icelandair leigir Airbus-þotu

Icelandair hefur gengið frá leigu á Airbus-þotu og verður hún leigð með áhöfn samkvæmt heimildum Túrista.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.