Viðskipti erlent

Falla frá stórri pöntun á Boeing 737 Max vélum

Eiður Þór Árnason skrifar
Sádí-arabíska lággjaldaflugfélagið Flyadeal, hefur tekið ákvörðun um að draga pöntun sína á þrjátíu Boeing 737 Max vélum til baka. Ákvörðunin kemur í kjölfar tveggja alvarlegra flugslysa í Indónesíu og Eþíópíu á síðasta ári, þar sem Boeing 737 Max vélar skullu skyndilega til jarðar og ollu miklu mannfalli.

Í kjölfar slysanna voru allar flugvélar sömu tegundar kyrrsettar og hefur sú staða valdið miklum vandræðum fyrir framleiðandann Boeing og flugfélög víða um heim sem fest höfðu kaup á slíkum vélum, þar á meðal Icelandair.

Fyrirvari var á kaupum flugfélagsins Flyadeal á vélunum og sagðist félagið hafa fallið frá pöntun sinni vegna tafa. Lággjaldafélagið er í eigu Saudi Arabian Airlines.


Tengdar fréttir

Icelandair leigir Airbus-þotu

Icelandair hefur gengið frá leigu á Airbus-þotu og verður hún leigð með áhöfn samkvæmt heimildum Túrista.is.

Varað við galla í vængjum Boeing 737

Bandarísk flugmálayfirvöld ætla að skipa Boeing að fjarlægja og skipta um hluta af vængjabúnaði á þriðja hundrað farþegaþotna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×