Einkaneysla minnkar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 16:30 Það sést meðal annars samdráttur í matvöruverslun í gögnum Meniga. vísir/hanna Ef marka má gögn frá fjártæknifyrirtækinu Meniga héldu Íslendingar að sér höndum þegar kemur að einkaneyslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einkaneysla í þremur flokkum hjá Meniga dróst þannig saman frá janúar til apríl á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Flokkarnir þrír eru fatnaður og fylgihlutir, veitingastaðir og matvara. Flokkurinn fatnaður og fylgihlutir sýnir umfang kaupa notenda Meniga í fata- og skóbúðum, íþróttavöruverslunum, skartgripabúðum og snyrtivöruverslunum. Heildarvelta í þessum flokki jókst um 13,7 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 samanborið við sama tímabil árið á undan. Heildarveltan dróst svo saman um 5,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2019 samanborið við árið 2018, en mikilvægt er að minna á útsöluáhrif í janúar til febrúar. Þegar kemur að skyndibita, veitingastöðum, börum, kaffihúsum og bakaríum er síðan mikill munur á árunum 2018 og 2019 þar sem heildarvelta dróst saman um 11,9 prósent milli ára. Á matvörumarkaðnum er munurinn á milli 2018 og 2019 svo 8,2 prósent. Notendur Meniga eyða minna í hverri verslunarheimsókn í ár heldur en í fyrra og fara á sama tíma sjaldnar að versla. Tíðni viðskipta er almennt mjög mikil á matvörumarkaði og því hefur hvert prósent mikið vægi á þeim markaði. „Þetta er ekkert rosalegur munur en hvert prósent telur svo mikið á þessum markaði,“ segir Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri hjá Meniga, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða þarna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þarna eru harðar kjarabaráttur, WOW air verður gjaldþrota í mars. Þetta var svona tími þar sem það var smá óöryggi og þess vegna langaði okkur að skoða hvort þetta væri að hafa áhrif eða ekki,“ segir Hlynur. Þá nefnir hann veitingageirann þar sem heildarvelta dregst töluvert saman eftir að hafa farið upp á milli áranna 2017 og 2018 og færslufjöldi dregst líka saman á milli 2018 og 2019 og voru færslurnar í ár færri en árið 2017. Neytendur Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Ef marka má gögn frá fjártæknifyrirtækinu Meniga héldu Íslendingar að sér höndum þegar kemur að einkaneyslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einkaneysla í þremur flokkum hjá Meniga dróst þannig saman frá janúar til apríl á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Flokkarnir þrír eru fatnaður og fylgihlutir, veitingastaðir og matvara. Flokkurinn fatnaður og fylgihlutir sýnir umfang kaupa notenda Meniga í fata- og skóbúðum, íþróttavöruverslunum, skartgripabúðum og snyrtivöruverslunum. Heildarvelta í þessum flokki jókst um 13,7 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 samanborið við sama tímabil árið á undan. Heildarveltan dróst svo saman um 5,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2019 samanborið við árið 2018, en mikilvægt er að minna á útsöluáhrif í janúar til febrúar. Þegar kemur að skyndibita, veitingastöðum, börum, kaffihúsum og bakaríum er síðan mikill munur á árunum 2018 og 2019 þar sem heildarvelta dróst saman um 11,9 prósent milli ára. Á matvörumarkaðnum er munurinn á milli 2018 og 2019 svo 8,2 prósent. Notendur Meniga eyða minna í hverri verslunarheimsókn í ár heldur en í fyrra og fara á sama tíma sjaldnar að versla. Tíðni viðskipta er almennt mjög mikil á matvörumarkaði og því hefur hvert prósent mikið vægi á þeim markaði. „Þetta er ekkert rosalegur munur en hvert prósent telur svo mikið á þessum markaði,“ segir Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri hjá Meniga, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða þarna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þarna eru harðar kjarabaráttur, WOW air verður gjaldþrota í mars. Þetta var svona tími þar sem það var smá óöryggi og þess vegna langaði okkur að skoða hvort þetta væri að hafa áhrif eða ekki,“ segir Hlynur. Þá nefnir hann veitingageirann þar sem heildarvelta dregst töluvert saman eftir að hafa farið upp á milli áranna 2017 og 2018 og færslufjöldi dregst líka saman á milli 2018 og 2019 og voru færslurnar í ár færri en árið 2017.
Neytendur Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent