Að fá að deyja með reisn Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. júní 2019 08:00 Í asanum sem jafnan fylgir þinglokum eru ýmis mikilvæg mál afgreidd sem ekki fá mikla athygli. Dæmi um slíkt er gerð skýrslu um dánaraðstoð sem er afar viðkvæmt mál enda álitaefnin margvísleg. Slík skýrsla yrði mikilvægt fyrsta skref í átt að opinni og upplýstri umræðu sem vonandi mun eiga sér stað í kjölfarið. Hvort sem fólk er hlynnt eða andvígt því að dánaraðstoð verði lögleidd hljóta langflestir að vera sammála um það að upplýsingaöflun leiði til betri og dýpri umræðu. Þess vegna var athyglisvert að sjá að allir átta þingmenn Miðflokksins sem voru viðstaddir, auk tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, völdu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 39 þingmenn sýndu hins vegar þá víðsýni að samþykkja tillöguna án þess að í því fælist endilega endanleg afstaða til málsins. Þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd var það gert að undangenginni mikilli umræðu í viðkomandi löndum. Hér á landi hefur verið vaxandi umræða um dánaraðstoð og fyrir rúmum tveimur árum var félagið Lífsvirðing stofnað. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu og fræðslu um málefnið en einnig að hér verði sett löggjöf um dánaraðstoð. Í skýrslunni verða meðal annars teknar saman upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagarammans í þeim löndum þar sem hún er leyfð. Þá er að finna tillögu um að gerð verði könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til málefnisins. Samkvæmt íslenskum lögum eiga dauðvona sjúklingar rétt á því að deyja með reisn. Það getur falið í sér óskir um að hætta meðferð sem lengir líf viðkomandi eða tilraunum til endurlífgunar. Mörkin milli þess og heimildar læknis til að binda enda á líf einstaklings sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi og vill ekki lifa lengur sökum þjáninga eru kannski ekki mjög skýr. Í Belgíu, þar sem löggjöf um dánaraðstoð þykir sú frjálslyndasta í heimi, er raunar litið á dánaraðstoð sem hluta líknandi meðferðar. Könnun sem Siðmennt gerði á lífsskoðunum og trú Íslendinga í nóvember 2015 leiddi í ljós mikinn stuðning við líknandi dauða þegar sjúklingur væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir því að slíkir einstaklingar gætu fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt. Þegar Íslendingar verða tilbúnir að stíga það skref að lögleiða dánaraðstoð yrði auðvitað hægt að setja ströng skilyrði. Á málþing um dánaraðstoð sem haldið var síðastliðið haust komu sérfræðingar frá Belgíu og Hollandi. Þar hefur dánaraðstoð verið heimil frá 2002. Skilaboð þeirra til Íslendinga voru þau að ræða málefnið á opinskáan hátt og horfa til reynslu þjóða sinna, eins og nú virðist ætla að verða raunin. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar,“ sagði einn sérfræðinganna. Ákvörðun um slíkt hlýtur að vera best komin í höndum sjúklingsins sjálfs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í asanum sem jafnan fylgir þinglokum eru ýmis mikilvæg mál afgreidd sem ekki fá mikla athygli. Dæmi um slíkt er gerð skýrslu um dánaraðstoð sem er afar viðkvæmt mál enda álitaefnin margvísleg. Slík skýrsla yrði mikilvægt fyrsta skref í átt að opinni og upplýstri umræðu sem vonandi mun eiga sér stað í kjölfarið. Hvort sem fólk er hlynnt eða andvígt því að dánaraðstoð verði lögleidd hljóta langflestir að vera sammála um það að upplýsingaöflun leiði til betri og dýpri umræðu. Þess vegna var athyglisvert að sjá að allir átta þingmenn Miðflokksins sem voru viðstaddir, auk tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins, völdu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. 39 þingmenn sýndu hins vegar þá víðsýni að samþykkja tillöguna án þess að í því fælist endilega endanleg afstaða til málsins. Þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd var það gert að undangenginni mikilli umræðu í viðkomandi löndum. Hér á landi hefur verið vaxandi umræða um dánaraðstoð og fyrir rúmum tveimur árum var félagið Lífsvirðing stofnað. Markmið félagsins er að stuðla að umræðu og fræðslu um málefnið en einnig að hér verði sett löggjöf um dánaraðstoð. Í skýrslunni verða meðal annars teknar saman upplýsingar um dánaraðstoð og þróun lagarammans í þeim löndum þar sem hún er leyfð. Þá er að finna tillögu um að gerð verði könnun á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til málefnisins. Samkvæmt íslenskum lögum eiga dauðvona sjúklingar rétt á því að deyja með reisn. Það getur falið í sér óskir um að hætta meðferð sem lengir líf viðkomandi eða tilraunum til endurlífgunar. Mörkin milli þess og heimildar læknis til að binda enda á líf einstaklings sem haldinn er ólæknandi sjúkdómi og vill ekki lifa lengur sökum þjáninga eru kannski ekki mjög skýr. Í Belgíu, þar sem löggjöf um dánaraðstoð þykir sú frjálslyndasta í heimi, er raunar litið á dánaraðstoð sem hluta líknandi meðferðar. Könnun sem Siðmennt gerði á lífsskoðunum og trú Íslendinga í nóvember 2015 leiddi í ljós mikinn stuðning við líknandi dauða þegar sjúklingur væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þrír af hverjum fjórum sögðust hlynntir því að slíkir einstaklingar gætu fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt. Þegar Íslendingar verða tilbúnir að stíga það skref að lögleiða dánaraðstoð yrði auðvitað hægt að setja ströng skilyrði. Á málþing um dánaraðstoð sem haldið var síðastliðið haust komu sérfræðingar frá Belgíu og Hollandi. Þar hefur dánaraðstoð verið heimil frá 2002. Skilaboð þeirra til Íslendinga voru þau að ræða málefnið á opinskáan hátt og horfa til reynslu þjóða sinna, eins og nú virðist ætla að verða raunin. „Þetta snýst ekki um að enda líf, þetta snýst um að enda þjáningar,“ sagði einn sérfræðinganna. Ákvörðun um slíkt hlýtur að vera best komin í höndum sjúklingsins sjálfs.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun