Handbolti

Þráinn Orri á leið til Bjerringbro-Silkeborg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þráinn Orri í leik með Elverum.
Þráinn Orri í leik með Elverum. mynd/elverum

Línutröllið Þráinn Orri Jónsson hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið Bjerringbro-Silkeborg samkvæmt heimildum Vísis.

Línumaðurinn stóri og stæðilegi er uppalinn hjá Gróttu en fór utan til Elverum fyrir tveimur árum síðan þar sem hann hefur staðið sig vel. Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hann myndi fara frá Elverum í sumar og leikmaðurinn íhugaði jafnvel að koma heim ef ekkert spennandi kæmi upp.

Tilboðið frá Bjerringbro-Silkeborg er svo sannarlega gott tækifæri og því ákvað leikmaðurinn eðlilega að skella sér á það. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar verður tilkynnt um félagaskiptin síðar í dag.

Þráinn Orri er 203 sentimetrar að hæð og verður afar áhugavert að fylgjast með honum í Danmörku. Margir hafa viljað sjá hann fá tækifæri með landsliðinu síðustu árin en hans krafta hefur enn ekki verið óskað þar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.